
Mættur að nýju norður í Davíðshús til að vinna í handriti sem ég hófst handa við hér undir þessum kjallaraglugga síðast í nóvember – eftir nokkur ár af því að hripa hluti niður í glósubækur (hvenær sem tími gafst) og hugsa um persónurnar og afdrif þeirra (hvenær sem ég hafði ekki eitthvað annað og meira ákallandi til að hugsa um). Þetta mjakast.