Ég tók að mér að skrifa bókadóm um Bókina Eitraða barnið eftir Guðmund S. Brynjólfsson fyrir Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Mætti segja að hér sé um að ræða spennusögu í sagnfræðilegum stíl þar sem sannar persónur stíga fram úr Íslandssögunni til að leysa flókið morðmál, en Guðmundur er þó lítið fyrir að fara í flokkadrætti þegar kemur að bókmenntastefnum. Bókadóminn má finna á Bókmenntavef Bókmenntaborgarinnar.