Ég var gestur í Bók vikunnar í síðustu viku, ásamt Þórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur. Þar ræddum við við Jórunni Sigurðardóttur um Málleysingjana eftir Pedro Gunnlaug Garcia.
Málleysingjarnir kom út skömmu fyrir jól og er fyrsta bók Pedro Gunnlaugs. Bókin er merkileg en jafnframt óvenjuleg skáldsaga, kannski einkum vegna þess hve stór og framsækin hún er, þrátt fyrir að vera fyrsta útgefna verk höfundar.