Í bókadómi um Stol í Morgunblaðinu í dag segir Ragnheiður Birgisdóttir m.a:
„Björn lýsir vel þögninni sem myndast svo auðveldlega á milli okkar mannfólksins, kannski einkum og sér í lagi milli karlmanna. Feðgasambandið, samband skilnaðarbarns og helgarpabba, sem höfundurinn dregur upp í Stoli, er ekki einsdæmi og ekki ólíklegt að margir geti speglað sambönd sín við sína nánustu í þeim lýsingum.“