Nýlega bað York Underwood mig um að taka þátt í ævintýri sem hann hafði álpast út í. Hann hafði tekið að sér að stýra þáttaröð á YouTube þar sem bækur Bret Easton Ellis væru ræddar, ein á eftir annarri. Ég tók að mér að ræða við hann um tvær af bókum Ellis: Rules of Attraction, sem ég las fyrir mörgum árum og held mikið upp á, og hina alræmdu American Psycho, sem ég hafði aldrei lesið áður. Þættirnir voru teknir upp live á bandarískum tíma, sem þýddi að við þurftum að taka þá upp um miðja nótt, og voru síðan sendir út í gegnum YouTube-stöð Ellis sjálfs.
Þetta er ekki lítið flott framtak hjá York og þótti mér aðdáunarvert hve faglega hann stóð að allri umgjörð þáttanna, en ásamt mér mættu Hallgrímur Helgason og danski grínistinn og félagsfræðingurinn Mette Kousholt til að ræða um bækurnar, en einnig bauð hann upp á Zoom-viðtöl sem hann hafði sjálfur tekið upp við m.a. Irvine Welsh, höfund Trainspotting og Porno o.fl., Roger Avery, sem leikstýrði kvikmyndagerðinni af Rules of Attraction, James Van Der Beek, sem lék aðalhlutverk í þeirri mynd, Guinevere Turner, annan handritshöfund handritsins að American Psycho kvikmyndinni, o.fl. o.fl.
Hægt er að horfa á viðtölin í heild sinni hér að neðan.