Undanfarið ár hef ég verið að vinna að nýju vefsvæði sem er tileinkað umfjöllunum á ensku um bækur eftir íslenska höfunda sem eru fáanlegar á enskri tungu.
Verkefnið ber heitið Brúin, eða „The Bridge Reviews” og er ætlað að auka sýnileika íslenskra nútíma bókmennta og skapa vettvang þar sem lesendur og fagfólk geta nálgast upplýsingar um íslenskar bækur, höfunda, útgefendur og þýðendur á einum og sama staðnum. Verkefnið er hýst á Bókmenntavefnum í samstarfi við Borgarbókasafnið og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta
Um þessar mundir inniheldur vefurinn 70 umfjallanir á ensku um íslenskar bækur en markmiðið er að bjóða upp á umfjallanir um allar íslenskar bækur í enskri þýðingu – þegar og ef frekara fjármagn fæst til að standa undir þeirri vinnu.
Endilega skoðið og deilið, hummið og ha-ið og svo framvegis!