Ég er með pistlaseríu í Víðsjá á Rás 1 þessa dagana. Fyrsti pistillinn í seríunni er nú aðgengilegur á RÚV-vefnum. Hann er um tilfinningarými og Angelu Merkel.
„Hvað gerist þá þegar rýmið til að halda hamingju og harmi í hjarta okkar, þetta tilfinningarými sem við hleypum eingöngu okkar nánustu inn í, tekur að skreppa saman, samhliða því að líf okkar fer að sístækkandi hluta fram á opinberum vettvangi?“