PISTILL Í VÍÐSJÁ: TÍMINN OG NATNIN

Ég er með pistlaseríu í Víðsjá á Rás 1 þessa dagana. Pistill númer þrjú er nú aðgengilegur á RÚV-vefnum. Hann er um tímann.

„Mér skildist á foreldrum mínum að úr væri bara eitthvað sem þú þurftir að ganga með, ekki ósvipað húslyklinum sem hékk í ól um hálsinn á mér. Líkt og húslykillinn var úrið tákn um bæði fríðindi og ábyrgð; lykillinn gerði mér kleift að vera einn heima eftir skóla, og úrið veitti mér rétt til að fara út að leika eftir kvöldmat – með því skilyrði að ég fylgdist með klukkunni og kæmi heim á skikkanlegum tíma.“