Núna á sunnudaginn munu ég, Sólveig Johnsen og Þórdís Helgadóttir lesa úr sögunum okkar sem birtust í Skíðblaðni fyrsta og Skíðblaðni öðrum á Tunglkvöldi um daginn á Menning og matur í Hörpunni. Egill Helgason mun taka á móti okkur og ræða stuttlega við okkur en megin hluti dagskrárliðsins snýr að Degi Hjartarsyni og Ragnari Helga og munu þeir ræða um Tunglið við Egil auk þess sem Ragnar ætlar að lesa úr nýjum verkum og Dagur mun að sjálfsögðu lesa úr nýju skáldsögunni sinni Síðustu ástarjátningunni en útgáfuhófið fyrir hana er einmitt í dag í Eymundsson Austurstræti kl. 17:00 (leynigestur er GKR). Það er mikill heiður að fá að vera með og gleðst ég með Degi og Ragnari og Sverri (sem er erlendis að vana) að þetta feikna flotta framtak þeirra, Skíðblaðnir og Tunglið, sé að fá verðskuldaða athygli hjá menningarmiðlum þjóðarinnar. Dagskráin hefst með Degi og Ragnari klukkan 14:00 en ég og Þórdís og Sólveig byrjum að lesa svona um hálf þrjú leytið.