Kærar þakkir til allra þeirra sem sáu sér fært að mæta í gærkveldi, hlýða á upplestur og tónlist og fjárfesta í Meðgöngumáli nr. 3 og Meðgöngumáli nr. 4. Þið sem ekki komust í gærkvöldi skuluð ekki örvænta þar sem mér skilst á Valgerði hjá Partus útgáfunni að Meðgöngumál muni nú fara að finna sér leið í bókabúðir og aðrar slíkar sjoppur (með strikamerki og öllu!). Sérstakar þakkir til ritsjórnarteymisins á bak við Meðgöngumál: Elínu Eddu Pálsdóttur sem ritstýrði sögunni minni, Þjófasögu, og Brynjari Jóhannessyni og Fríðu Ísberg sem ritstýrðu Vetrarhami eftir Herthu Maríu Richardt Úlfarsdóttur. Líka vill ég þakka hönnunarteyminu hjá Partus Press og Grétu Þorkellsdóttur sem sá um umbrotið. Öll umgjörð þessarar útgáfu er svo til fyrirmyndar og alveg einstakt hvernig þeim hefur tekist að gera bækurnar að jafn fallegri vöru og eigulegum grip og þær eru en á sama tíma halda framleiðslukostnaði og verði í algeru lágmarki. Takk fyrir mig, og líka þakkir til York og Sóleyjar fyrir hetjulegar myndir af kvöldinu.