LISTAMANNALAUN 2018

Árið 2018 byrjar vel! Ég fékk þau gleðitíðindi í dag að mér verða úthlutaðir þrír mánuðir úr launasjóði rithöfunda til að vinna að minni næstu bók. Ég þakka kærlega þetta mikla traust og horfi björtum augum fram á við. Þessir þrír mánuðir eiga eftir að létta töluvert róðurinn þegar kemur að því að finna svigrúm til að vinna að bókinni innan um önnur, launuð verkefni. Þegar ég lít yfir hin nöfnin í þriggja mánaða flokknum fyllist ég einnig miklu stolti yfir að vera með í svona flottum flokki af fólki. Til hamingju öllsömul!