Föstudaginn 15. febrúar næstkomandi mun ég taka þátt í upplestrarkvöldi á vegum Brooklyn Writers Space Í Community Bookstore á 7. Avenue í Brooklyn. Upplestrarkvöldið er hluti af upplestrarseríu BWS, sem rekur húsnæði á horni 1. stræti í Gowanis og á Court Street í Carroll Gardens fyrir fólk sem fæst við skriftir—rithöfunda, ljóðskáld, handritshöfunda, blaðamenn o.s.frv. BWS státar af því að bjóða upp á hávaðalaus rými þar sem hægt er að einbeita sér að textavinnu án nokkurra truflana—enda mikill skortur á slíku í New York borg. Þagnarskyldan sem gildir inni í BWS vinnurýmum er ekkert grín, og verður fólk að gjöra svo vel og fara fram ef það ætlar sér svo mikið sem að yrða á hvort annað eða fá sér tyggjó. Ég er búinn að vera meðlimur í BWS í að verða hálft ár og hefur það hjálpað mikið við skriftirnar að búa að rými sem ég get gengið að á hvaða tíma sólarhrings sem er, þar sem ég er umkringdur öðru fólki sem situr við textabasl allan liðlangan daginn. Ekki er verra að vinnurýminu fylgir kaffistofa þar sem hægt er að tylla sér og spjalla og þar sem er að finna ótæmandi kaffibauk og gamaldags uppáhellingarkönnu—eins og alvöru vinnustað sæmir.
LISTAMANNALAUN 2019
Ég fékk þau tíðindi stuttu eftir heimkomuna til Brooklyn að mér hefðu verið úthlutaðir sex mánuðir úr launasjóði rithöfunda fyrir árið 2019. Er þetta í annað sinn sem ég fæ úthlutun úr sjóðnum, en ég fékk einnig þrjá mánuði úthlutaða fyrir árið 2018. Í bæði skipti var sótt um laun fyrir sama verkið, skáldsögu sem ég er með í smíðum og hygg á að gefa út fyrir næstu jól.
Fréttirnar eru mikið gleðiefni og að sjálfsögðu skáluðum við hjónin um kvöldið til að fagna styrkinum. Launin eiga eftir að létta töluvert róðurinn út árið og um leið minnka álagið á heimili okkar á meðan ég bisast við að klára bókina. Það sem mestu máli skiptir er að með þessum launum get ég einbeitt mér heilshugar að skrifunum stóran hluta dagsins, en þarf ekki lengur að vera sífellt að ýta bókinni frá mér til að taka að mér ýmiskonar launuð verkefni og íhlaup.
Það er skrítin tilfinning að horfa yfir úthlutunarlistann og tína til þau nöfn sem þar vantar og bera sig saman við þá höfunda sem hlutu færri mánuði en maður sjálfur. Ég mun því gera mitt ýtrasta til að bregðast ekki því trausti sem mér er sýnt og mæta á bak við skrifborðið stundvíslega á hverjum virkum morgni þar til mér hefur tekist að murka þessa bók út úr lyklaborðinu.
LOBSTER GIRL Í ÓS #3
Í þriðja og nýjasta heftinu af Ós: The Journal á ég litla sögu sem ber titilinn „Lobster Girl“. Þetta er í annað sinn sem ég gef út sögu hjá Ós pressunni og er auk þess fyrsta sagan sem ég hef sent frá mér lengi á enskri tungu. Ég er einstaklega hreykinn af því að fá aftur að taka þátt í því flotta starfi sem fólkið á bak við Ós stendur að og finnst mér framtak þeirra vaxa og dafna með hverju eintaki.
Á Íslandi er sár vöntun á tímaritum og öðrum útgáfuleiðum fyrir höfunda sem hafa ekki viðjað að sér nægilegu efni til að hyggja á bókaútgáfu, sem og fyrir útgefna höfunda sem langar að finna farveg fyrir ýmiskonar minni verkefni og tilraunamennsku. Ós hefur auk þess lagt sig fram um að skapa rými fyrir raddir sem eiga undir högg að sækja þegar kemur að því að finna vettvang innan íslenska útgáfubransans—sem sökum smæðar og óstöðugleika getur oft ekki leyft sér að vera eins áhættusækinn og margir vildu óska.
Í Ós #3 er að finna 30 höfunda, ljóðskáld og myndlistarfólk hvaðanæva úr heiminum. Allir sem leggja tímaritinu til efni eða vinnu annað hvort búa eða hafa búið á Íslandi eða eiga í einhverskonar sambandi við landið og eru textarnir á fimm mismunandi tungumálum. Hægt er að nálgast tímaritið í öllum betri bókabúðum og hvet ég ykkur til að ná ykkur í eintak, bæði til yndisauka og til að styðja Ós pressuna í þeirra þarfa starfi.
LOBSTER GIRL IN ÓS: THE JOURNAL #3
Recently, Ós Press released the third volume of Ós: The Journal. It includes a new(ish) short story by myself titled Lobster Girl. This is the second time that Ós Press has published one of my stories, and the story in question is the first story that I release in English in some time. I’m very proud to have my name among their roster of contributors yet again.
The work that Ós does is extremely important, as Iceland is severely lacking in publication venues for authors who are not yet ready for book publication—as well as published authors who wish to find somewhere to put their shorter or more experimental work. Furthermore, Ós has made it their mission to provide a space for fringe voices within the Icelandic publishing world, which due to its size and instability can at times not act as progressively as one might hope.
Ós #3 includes thirty writers, poets and artists from all across the world. All contributors either live in Iceland or share some deep connection with the country. The writing itself is in five different languages. I urge you to secure yourself a copy in order to experience something new and fresh within the Icelandic publishing scene, and to support Ós so that they can continue with their mission.
INTERVIEW WITH OPEN BOOK, BBC RADIO 4
Recently, I was a guest on Open Book on BBC Radio 4, hosted by Mariella Frostrup. The reason for my appearance on the show was to talk about the Icelandic Yule Book Flood—the Icelandic Christmas tradition of giving books as Christmas presents, which has lead to almost 80% of each years books being published in the two months leading up to Christmas. I did my best to dispel some of the more rosy mythos surrounding the tradition, putting it into context while also acknowledging the pleasures of this quirk of the Icelandic publishing industry. Naturally, I also did my utmost to bring attention to some of the authors who’s books are taking part in this year’s book flood, although the names of those authors not available in English—as of yet—unsurprisingly ended up on the cutting room floor.
VIÐTAL Á BBC RADIO 4
Núna í vikunni var ég gestur í þættinum „Open Book“ á BBC Radio 4, sem stýrt er af Mariella Frostrup. Þar var mér ætlað að útkljá um hvort að íslenska jólabókaflóðið væri hrein og klár mýta og þannig veita innsýn í raunverulegar aðstæður íslenskra rithöfunda og bókaútgefanda. Ég reyndi að sinna því verki hvað best ég gat, slá á einhverjar rósrauðar ranghugmyndir en um leið benda á allt það sem gerir jólabókaflóðið að því skemmtilega og einstaka fyrirbæri sem það er. Að sjálfsögðu notaði ég líka tækifærið og reyndi að troða inn nokkrum titlum eftir þá höfunda sem tóku þátt í jólabókaflóðinu í ár. Megnið af því efni endaði hinsvegar ekki í lokaútgáfu þáttarins, líklega þar sem breskir hlustendur hafa kannski lítið að gera við höfunda sem eru enn sem komið er ófáanlegir á enskri tungu. Það mátti þó reyna.
BÓKADÓMUR: EITRAÐA BARNIÐ EFTIR GUÐMUND S. BRYNJÓLFSSON
Ég tók að mér að skrifa bókadóm um Bókina Eitraða barnið eftir Guðmund S. Brynjólfsson fyrir Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Mætti segja að hér sé um að ræða spennusögu í sagnfræðilegum stíl þar sem sannar persónur stíga fram úr Íslandssögunni til að leysa flókið morðmál, en Guðmundur er þó lítið fyrir að fara í flokkadrætti þegar kemur að bókmenntastefnum. Bókadóminn má finna á Bókmenntavef Bókmenntaborgarinnar.
BÓKADÓMUR: MARRIÐ Í STIGANUM EFTIR EVU BJÖRG ÆGISDÓTTUR
Ég tók að mér að skrifa bókadóm um spennusöguna Marrið í stiganum eftir Evu Björg Ægisdóttur fyrir Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Bókin er fyrsti handhafi Svartfuglsins, nýstofnaðra glæpasagnaverðlauna sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson standa á bak við og eru ætluð nýjum íslenskum glæpasöguhöfundum. Bókadóminn má finna á Bókmenntavef Bókmenntaborgarinnar.
BÓKADÓMUR: SVIK EFTIR LILJU SIGURÐARDÓTTUR
Ég tók að mér að skrifa bókadóm um spennusöguna Svik eftir Lilju Sigurðardóttur fyrir Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Bókadóminn má finna á Bókmenntavef Bókmenntaborgarinnar.
WALLS PUBLISHED IN GERMAN
In October 2017, Hartmut Mittelstädt, an Icelandic teacher at the University of Greifsvald in Germany, contacted me in the hopes of publishing one of my short stories in German. The story in question, Veggir (Walls), originally appeared in the online journal Skíðblaðnir, which was later published in its entirety in a two-volume print edition by publishing house Tunglið in February 2016—during one of their full-moon events.
Two of the Nordic Department‘s students, Claudia Nierste and Mareen Patzelt, had taken on the task of putting together the sixth volume of a journal published by the university under the title Neue Nordische Novellen (or “New Nordic Fiction”) which gathers together German translations of short stories by authors from the Nordic and Baltic countries. These translations were undertaken by the university‘s students and edited by Claudia and Mareen with assistance from the Nordic Department‘s teachers.
Naturally, I was very flattered and immediately gave them the go-ahead, but didn‘t give it much thought beyond that until now, nearly a year later, when two reading copies appeared in my mailbox here in Bay Ridge. The publication is much grander than I had suspected, and contains first translations of short fiction by twenty-three authors from eleven different countries; i.e. Faeroe Islands, Iceland, Norway, Sweden, Denmark Finland, Estonia, Russia, Poland, Ukraine and the Czech Republic. Along with myself, the collection contains writings by two other Icelandic authors: Bjargey Ólafsdóttir and Árný Stella Gunnarsdóttir.
It‘s a great honour to be involved with such an ambitious and elaborately illustrated work. The translation of my story was undertaken by Sven Thiersch and I would like to thank him as well as Mareen and Claudia for including my work in the journal, which is my first publication in German.