MISDEMEANORS IN “NEW BOOKS FROM ICELAND 2018” BOOKLET

 

My first book, Smáglæpir (Misdemeanors), is featured in the “New Books from Iceland 2018” booklet—an annual selection of Icelandic books chosen by the Icelandic Literature Center to be used for promotion at book fairs and literature events abroad.

The booklet reads:

Misdemeanors is a collection of seven short stories, all set in rather mundane surroundings and circumstances, yet each a narrative in which the characters find themselves in situations that lead to guilt. These are, however, all situations in which each and every one of us might end up. 

The stories are suspenseful and the author is adept at setting vivid scenes, peopled with memorable characters. The storylines are realistic and the emotions they deal with are recognisable to every one of us. The reader finds it easy to identify and sympathise witthe characters whose pain and guilt is portrayed with depth and sensitivity. The author has excellent grasp of the short story narrative form and for a debut, this book augurs well for an interesting career as a writer.

 

Extracts in English are available upon request.

„ÞETTA ER ALLT Í LAGI“ Í NÝJASTA HEFTI ÓS PRESSUNAR

Ós #1 (blá) og Ós #2 (bleik)

Ég á söguna „Þetta er allt í lagi“ í nýjasta hefti Ós pressunar, Ós Journal #2, sem kom út í lok síðasta árs. Sagan var að einhverju leiti unnin upp úr hugmyndum varðandi áhrif ofbeldis sem ritvopns sem ég rakst á í fyrirlestri eftir Flannery O’Connor fyrir einhverjum árum síðan. Fyrirlesturinn er að finna í greinasafninu Mystery and Manners, en einnig hafði ég í huga eina af hennar frægustu smásögum, „A Good Man is Hard to Find“, við gerð sögunnar. Ég bið samt fólk um að leita ekki of lengi að tengingunni við þennan meistara smásagnaformsins. Sama hvaða góðu fyrirætlanir maður leggur af stað með þegar maður byrjar á nýrri sögu þá eiga sögur það til að afvegaleiða mann, þannig að maður endar einhverstaðar allt annars staðar en maður ætlaði sér.

Ós #2 inniheldur 13 smásögur og 28 ljóð á 8 mismunandi tungumálum

Ég þakka Ós fyrir að taka söguna upp á arma sína. Það er vöntun á útgáfumöguleikum fyrir smásögur á Íslandi og er því mikill léttir að vita af fólki eins og þeim í Ós, sem leggja svona mikið á sig til þess að koma skáldskap og ljóðum og öðru í prent—og svona líka fallegt prent! Ég var einstaklega ánægður með fráganginn á útgáfunni, og með alla þessa flottu höfunda sem ég deili síðunum með. Reyndar get ég ekki lesið öll verkin þar sem Ós státar sig af því að gefa út á hvaða tungumáli sem höfundar vilja, en ég er þeim mun meira upp með mér að fá að vera með í svona alþjóðlegu verkefni.

Ég kynntist þeim hjá Ós fyrir að verða ári síðan þegar ég tók viðtal við þær fyrir Reykjavík Grapevine. (Á þeim tíma samanstóð stjórn tímaritsins eingöngu af konum.) Ég hef lengi talað um það hve spenntur ég er fyrir þeim listum, tónlist og skáldskap sem þessar nýju kynslóðir Íslendinga sem eru að vaxa úr grasi í dag—Íslendinga sem koma frá heimilum og samfélögum þar sem ekki er endilega töluð íslenska dags daglega—munu skila frá sér í framtíðinni, og eru núþegar farnar að skila af sér. Von mín er að innan skamms muni okkur berast bylgja skáldskapar og lista frá þessum hópi sem sýni okkur einhverja algerlega nýja hlið á okkur sjálfum, þjóð okkar og umhverfi, og herji á þær klisjur og fordóma sem geta svo auðveldlega grasserað þegar minnihlutahópar búa ekki yfir nógu sterkri rödd í fjölmiðlum, pólitík og listum. Það er þó mikið starf framundan ef þetta á fram að ganga, og þar tel ég Ós Pressuna standa í broddi fylkingar í því að búa til pláss fyrir íslenskar raddir sem ekki rúmast innan hins takmarkaða íslenska útgáfugeira.

„Þetta er allt í lagi“ lesin upp í Gröndalshúsi

Ós Press #2 kom út í lok síðasta árs og var þá haldið útgáfuhóf í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu, en þar sem útgáfan var í miðju jólabókaflóðinu þegar hvað mest er að gera í upplestrum o.s.frv. í Reykjavík þá fór útgáfa tímaritsins ekki svo hátt—þótt það væri glatt á hjalla hjá okkur höfundunum, að lesa sögurnar okkar og hampa þessu fallega, fölbleika hefti. Það er mér því gleðiefni að Ós pressan stendur fyrir öðrum viðburði í mars með höfundum heftisins, raunar tveimur viðburðum. Um er að ræða upplestrar- og samtalskvöld í Veröld, húsi Vigdísar þann 1. mars og í Gerðubergi þann 4. mars. Viðburðirnir eru unnir í samstarfi við Borgarbókasafnið og Veröld, hús Vigdísar—sem er eftir allt „hús erlendra tungumála“— og er haldið í tilefni af hinum finnsk ættaða Multilingual Month, sem haldinn er í mars. Ég er náttúrulega landafræðilega afsakaður, eins og áður, en ég hvet aðra til að mæta.

Einnig hvet ég alla til þess að nýta tækifærið og senda Ós efni fyrir næsta hefti Ós Journal, Ós #3. Ós er með ein opnustu umsóknarskilyrði sem ég veit um; þau taka ekki bara við bæði skáldskap, ævisögulegu efni, ljóðum og leikritum og öllu hinu sem fellur einhverstaðar þar á milli, heldur taka þau líka við efni á hvaða tungumáli sem er—svo lengi sem þeim tekst að hafa upp á einhverjum sem getur lesið efnið yfir. (Síðasta hefti, Ós #2, bauð upp á efni á íslensku, ensku, pólsku, þýsku, spænsku, hollensku, búlgörsku of kúrdísku.) Öll mín samskipti við þau einkenndust af einstakri fagmennsku og þægilegheitum, og eins og áður sagði þá var lokaafurðin—heftið sjálft—alveg sérstaklega fallegur gripur sem gaman er að eiga upp í hillu. Eftir því sem ég best veit er umsóknarfrestur til 28. febrúar, svo það er um að gera að kafa ofan í skúffu eða í tölvuna og leita uppi einhverjar sögur, ljóð eða annað sem vantar gott heimili og senda á netfangið ospressan@gmail.com.

Bestu kveðjur frá Löngu eyju,

-BH

Ós #2 og Ós #1

LISTAMANNALAUN 2018

Árið 2018 byrjar vel! Ég fékk þau gleðitíðindi í dag að mér verða úthlutaðir þrír mánuðir úr launasjóði rithöfunda til að vinna að minni næstu bók. Ég þakka kærlega þetta mikla traust og horfi björtum augum fram á við. Þessir þrír mánuðir eiga eftir að létta töluvert róðurinn þegar kemur að því að finna svigrúm til að vinna að bókinni innan um önnur, launuð verkefni. Þegar ég lít yfir hin nöfnin í þriggja mánaða flokknum fyllist ég einnig miklu stolti yfir að vera með í svona flottum flokki af fólki. Til hamingju öllsömul!

VIÐBURÐIR OG UPPLESTRAR Í DESEMBER

Jæja, ég er búinn að pakka í töskur og verð mættur á klakann eldsnemma í fyrramálið, þriðjudaginn 5. des, til að fylgja Smáglæpum úr hlaði inn í jólabókaflóðið. Þeir eru svosem ekki margir desember viðburðirnir en þó mun ég eitthvað vera að lesa upp og þusslags ásamt öðrum höfundum hér og þar í Reykjavík og meira að segja líka á Selfossi.

Dagsetningar eru sem hér stendur:

Fimmtudagurinn 7. des kl. 17:00, Jólabókagleði Kirsuberjatrésins, Vesturgötu 4

Jólabókagleði Kirsuberjatrésins heldur áfram! Aðrir höfundar sem lesa eru Halldór Armand, sem mun lesa úr skáldsögunni Aftur og aftur, Jóga, sem mun lesa úr bókinni Þúsund Kossar (rituð af Jóni Gnarr), og Elísa Jóhannsdóttir, sem mun lesa úr bók sinni Er ekki í lagi með þig?, sem hlaut barnabókarverðlaunin í ár.

Fimmtudagur 7. des kl. 19:00, Útgáfufögnuður ÓS Press í Gröndalshúsi

Um sjö leitið, beint á eftir jólabókagleðinni og hinum megin við hornið frá Kirsuberjatrénu, fagnar ÓS Press útgáfu á öðru hefti af tímariti þeirra, ÓS — The Journal í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu. Ég á litla og kvika sögu í heftinu sem heitir Þetta er allt í lagi — og mætti næstum segja að þar sé um hálfgerða hryllingssögu að ræða — og mun ég lesa hana fyrir gesti.

ÓS Press vinnur mikið og gott og — umfram allt — launalaust starf við það að koma á framfæri bókmenntalegum jaðarröddum úr samfélaginu, og hafa þannig skapað rými fyrir öfluga grasrót sem þrífst ekki innan íslenska útgáfubransans um þessar mundir. Því vil ég benda fólki á söfnunarátak Ós á Karolina Fund, þar sem reynt er að stemma stigu við eitthvað af prentkostnaðinum og starfsframlaginu á bak við þessa útgáfu.

Þriðjudagur 12. des kl. 20:00, Höfundakvöld á C is for Cookie, Týsgötu 8

Kaffihúsið C is for Cookie á Týsgötu stendur fyrir upplestrarkvöldum fram að jólum í ár og mun ég taka þátt í einu slíku þann 12 des klukkan 20:00. Ég er ekki kominn með það á hreint hverjir fleiri eru á dagskrá það kvöld en það skýrist þegar nær dregur.

Fimmtudagur 14. des kl. 20:00, Höfundaupplestrar á Bókakaffinu á Selfossi, Austurvegi 22

Eins og venjulega stendur Bókakaffið á Selfossi, höfuðstöðvar Sæmundar, útgefanda míns, fyrir vikulegum upplestrarkvöldum höfunda útgáfunnar alveg fram að jólum. Það er kósý og heimilisleg stemmning á þessum kvöldum, eins og í öllu sem viðkemur Bókakaffinu og Sæmundi, og mun ég lesa þar upp ásamt fleiri höfundum á vegum útgáfunnar fimmtudaginn 14. des. Húsið opnar klukkan 20:00 en upplestrar hefjast um 20:30, svo allir hafi nú örugglega tíma til að ná sér í vöfflu og kaffi.

Laugardagur 16. des kl. 14:00, Höfundasíðdegi í Bóksölu stúdenta, Sæmundargötu 4

Bóksala stúdenta stendur fyrir eftirmiðdags höfundaupplestrum í desember og mun ég stíga þar á stokk þann 16. desember klukkan 14:00 ásamt Jónasi Reyni Gunnarssyni (Millilendingin), Yrsu Þöll Gylfadóttur (Móðurlífið – Blönduð tækni), Oddný Eir Ævarsdóttur (Undirferli) og Úlfari Bragasyni (Frelsi, menning, framför). Er ég mjög hreykinn af því að vera boðið með í svo fríðan flokk.

Það er allt og sumt sem komið er á dagskrá í desember en ekki hika við að hafa samband í gegnum Facebook eða bjornhalldorssonis@gmail.com varðandi aðra upplestra eða uppákomur fram að jólum.

Hlakka til að sjá ykkur!

-BH

DON’T BELIEVE THE HYPE!

A shortened version of this article originally appeared in The Nordic Riveter; the October 2017 issue of the European Literature Networks’s magazine The Riveter. (Rosie Goldsmith & West Camel ed.)

DON’T BELIEVE THE HYPE!

The Importance of Icelandic Literature in Translation

Twenty or thirty years ago, most people in the English-speaking world knew little to nothing about Iceland, save for our odd appearance in a 1990 episode of Twin Peaks (Google it!). A lot of people simply assumed that we lived in igloos – a baseless cultural stereotype that I’m sure Greenlanders were happy to lend to us for a change. Then came The Sugarcubes, Björk, Sigur Rós, Múm and Of Monsters and Men, and finally the gut-wrenching embarrassment of the “Inspired by Iceland” ad campaign. With it, the nation began its ongoing and somewhat traumatic first encounter with mass tourism. As the króna fell, Iceland was added to bucket-list holidays the world over. The country even took a cultural centre stage in some circles, with people hunting down Icelandic musicians, artists and writers and presenting them to friends with the swagger of indy-music snobs.

In the same time span we also had the Eyjafjallajökull volcano disrupting air travel across the globe, the Icelandic financial crash causing pensions to vanish around Europe, and the Panama Papers; with our Prime Minister storming out of an interview and then out of office – to the nation’s glee. This month, a mere year later, our current coalition government crumbled when it turned out that our new Prime Minister (who was also in the Panama Papers) kept under wraps his father’s part in writing a letter of recommendations for a convicted paedophile seeking to restore his “honour”. This despite months of public outcry for the release of the same letters on the grounds of freedom of information laws.

Yet despite all this, when people abroad ask me about Iceland, they are most keen to hear about elves and “the hidden people”, the Icelandic “way of life”, the Northern Lights and how we jailed the bankers. It tends to be a bit of a social faux pas to tell them that the Icelandic way of life largely revolves around nepotism and suggest that most of our hidden people are refugees and asylum seekers. Same with pointing out that last year one of these jailed bankers managed to crash his helicopter while giving a sight-seeing tour to his business partners, despite supposedly being imprisoned at the time.

It is against this background that Icelandic fiction has entered the tumultuous realm of “world literature”; that infinitely flexible publishing term-slash-marketing ploy. Over the past few decades, we have seen a wealth of Icelandic authors step onto the international stage. Authors such as Sjón, Hallgrímur Helgason, Andri Snær, Auður Ava Ólafsdóttir, Guðrún Eva Mínervudóttir, Oddný Eir, Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir and Jón Kalman Stefánsson – great writers who have honed their craft by writing for the extremely particular and demanding Icelandic reader, who relies on our ambitious yet small publishing industry to cater to his reading wishes. (Publishing writing that only three to four hundred thousand people can read will inevitably be a bit “niche”.)

While historically it has taken a backseat to Icelandic music as a cultural export, I have high hopes for our literature’s international future. I believe that Icelandic literature represents us to the rest of the world as no other medium can. Icelandic writers show us at our best, describing the steadfastness and integrity of our island mentality, our ambitions as a small nation on the world stage, our love for our nature and our language, and how fiercely we protect both. The best of our writers, however, also show us the worst of ourselves: our callus close-mindedness, our pettiness and greed, our xenophobia and our selfish, stubborn hubris.

Writers compromise their art if they speak anything less than the truth. Our writers make us aware of the clashes in our national psyche; those faults and frailties that we need to attend to if we are to survive as a culture and a nation. They show us the things we might not want to admit are there; the cracks in the perfect, cutesy and liberal lopapeysa-clad image that we like to hold up for the world to see. If we are to survive culturally, we must grow to accept these imperfections, rather than hide them. Our writers can help us to do this by forcing us to stand naked before the outside world.

My personal hope is that this happens as Icelanders and Icelandic fiction step into a new era of multiculturalism, as new writing by immigrants and other minorities arrives on our shores, capable of portraying us in uncomfortable and unfamiliar ways. If we mean to stay relevant and venture beyond merely honouring our rich literary history, we must also break the mould of Icelandic fiction and nurture fringe elements that push against the norm. This is doubly important for a nation as small as ours, where economic support for the arts is limited. Hopefully, an increase in the export of Icelandic fiction will provide new resources for these writers. If this is to happen, however, we must stop ourselves from buying into our own hype before the world becomes weary of us.

SMÁGLÆPIR NÚ FÁANLEGIR Í INNBUNDNU BROTI

TIl að auka sölumöguleika Smáglæpa í jólabókaflóðinu, ákvað Sæmundur, útgefandinn minn, að endurprentunin af bókinni yrði í hörðu bandi. Auðvitað er þetta ógurlega spennandi fyrir mig, og þá sérstaklega að bókin muni vera á borði með öllum hinum jólabókunum. Það er samt ekki laust við að ég prísi mig sælan að hafa gefið bókina út í kiljubroti í sumar, núna þegar út eru að koma spennandi skáldverk eftir hverja kanónuna á fætur annarri, sem og eftir ýmsa nýja höfunda sem ég hlakka mikið til að kíkja á þegar ég kem heim. Ber þar kannski helst að nefna Millilendinguna hans Jónasar Reynis og Slitförin hennar Fríðu Ísberg, en bæði eru þau hjá mínum gamla útgefanda Partusi, sem er svo sannarlega að hrista vel upp í jólabókaflóðinu í ár (enda kominn tími til).

Sjálfur kem ég ekki heim á klakann fyrr en 4. desember, og vona ég að ekki verði alveg búið að gleyma Smáglæpum og sjálfum mér þá, þegar mesta jólaösin skellur á. Ég er núþegar búinn að bóka eitt upplestrarkvöld, í höfuðstöfum Sæmundar, Bókakaffinu á Selfossi, þann 14. desember, en vonandi tekst mér að bæta einhverjum fleirum viðburðum við þegar nær dregur. Hvernig sem fer þá held ég að þetta verði rokna jólabókaflóð og hlakka ég mikið til þess að taka þátt í því af fullum huga, að þessu sinni fyrir framan búðarborðið en ekki fyrir aftan það, þar sem ég hef staðið vaktina undanfarin ár. Þó er aldrei að vita nema ég betli í mínu gamla samstafsfólki í Eymundsson Austurstræti um að fá að taka smá vakt á Þorláksmessu, þar sem þá er mesta stuð ársins í bókabúðum og bjórinn sjaldan sætari en á miðnætti þann tuttugasta og þriðja, þegar loksins er búið að smala öllum út og gera upp kassana. Þó eru góðar líkur á einhverjum eilitlum hagsmunaárekstri í ár þar sem það er jú mynd af mér aftan á einni jólabókinni. Þá verð ég bara að betla út Þorláksmessuvakt næstu jól, nema að svo ólíklega vilji til að maður sé með eitthvað í þvögunni þá líka.

Ég sé ykkur allavega þann 4. desember þegar ég mæti heim frá Long Island, fúlskeggjaður og síðhærður þar sem ég treysti ekki rockabilly rökurunum hér út frá eftir síðustu útreið. Ekki veitir af þar sem kalt er orðið í kotinu og ég þurfti að fjárfesta í flannel-fóðruðum Carhartt buxum til að þola röku hafgoluna hér á eyjunni. Þangað til verð ég hérna á bókasafninu í Stony Brook að tikka inn í tölvuna eitthvað sem verður kannski einhvern tímann eitthvað.

BÓKADÓMUR UM SMÁGLÆPI Í KILJUNNI

 

Smáglæpir voru til umræðu í Kiljunni í gærkvöldi. Ég er bara býsna sáttur við það sem Kolbrún Bergþórs og Sigurður Valgeirsson höfðu fram að færa um bókina. Þau voru sammála um að sem fyrsta bók teljist þetta vera mjög vel gert. Sigurður minntist sérstaklega á söguna „Eiginmaðurinn og bróðir hans“ og hrósaði myndmáli hennar og sagði meðal annars:

„[Björn] sprettur fram sem mjög fær höfundur í þessari bók … Maður getur fullyrt að hann á eftir að skrifa fleiri og betri bækur.“

Kolbrún tók í sama streng og sagði meðal annars:

„Það er svo margt undir yfirborðinu. Það eru brotnar fjölskyldur, það er grimmd og það eru glæpir, og stundum engir smáglæpir … Honum tekst vel að lýsa fólki. Það er margt þarna sem er dálítið sjokkerandi. Þetta virðist vera frekar kyrrt á yfirborðinu en svo koma svona lítil atvik … og maður allt í einu hrekkur við og hugsar: „Hvað er ég að lesa!?““

SMÆGLÆPIR VÆNTANLEGIR Í INNBUNDNU BROTI

Nú styttist í að önnur prentun af Smáglæpum skili sér úr prentsmiðju. Þessi nýja útgáfa bókarinnar verður í innbundnu broti. Hún er væntanleg í búðir í lok október en auk þess að vera í nýju broti verður eftirfarandi umsögn frá Úlfari Þormóðssyni rithöfundi prentuð á kápuna:

„Þetta er besta efni sem ég hef séð um langa hríð; Björn er lágstemmdur, tilgerðarlaus, málsnjall og hugmyndaríkur; kann að nota íslenskt mál.“

Þakka ég Úlfari kærlega fyrir hólið, sem mér þykir alveg ógurlega vænt um. Ég kem aftur til Íslands 4. des til að taka þátt í jólabókaflóðinu en eins og venjulega er hægt að hafa beint samband í gegnum netfangið bjornhalldorssonis@gmail.com.

TÆKIFÆRIN TIL ÞESS AÐ SKRIFA EITTHVAÐ NÝTT

“I love it when you’re writing and you feel like you’ve hit this territory where there’s no one else around. It’s like being on a prairie. You think: Who else is writing this stuff? No one! There’s open skies and the horizon ahead of you and you’re thinking: I could just run for that horizon and write brand new stuff out there!”

Þessi orð lætur Russell T Davies falla í viðtalinu hér að neðan þegar hann er spurður út í stöðu sína sem höfundur sem skrifar nánast eingöngu um samkynhneigð og samkynhneygt fólk. Hann er maðurinn á bak við sjónvarpsþættina Cucumber, Queer as Folk og endurvakninguna á hinum klassísku Dr. Who þáttum sem átti sér stað árið 2005, m.a.

Mér finnst orð hans gott svar við áhyggjum sumra um að það sé of mikil áhersla lögð á fjölmenningu og minnihlutahópa í poppkúltúr nútímans. Þau segja samt einnig svo mikið um þennan drifkraft sem liggur á bak við hverskyns skáldskap sem brýtur blað og kemur með eitthvað alveg nýtt –hvort sem það er í “fagurbókmenntum” og ljóðlist eða í vísindaskáldskap og reyfurum.

Það er fátt meira spennandi fyrir rithöfund en að ramba allt í einu á hugmynd, karakter eða vettvang og fatta: “Nei, andskotin! Eru að djóka!? Það er enginn annar að skrifa um þetta!!”