BOOK OF REYKJAVIK – SCANDINAVIA HOUSE

Þann 17. nóvember var smá viðburður á vegum Scandinavia House í New York þar sem Kristín Eiríks, Larissa Kyzer og ég ræddum við Höllu Þórlaugu um íslenskar bókmenntir og smásögusafnið Book of Reykjavík, sem var gefið út hjá Comma Press í Bretlandi fyrr á árinu. Viðburðurinum var streymt rafrænt á vefsvæði Scaninavia House en upptöku af viðburðinum er nú hægt að nálgast á YouTube-rás þeirra.

THE BOOK OF REYKJAVIK – MANCHESTER LITERATURE FESTIVAL

The Book of Reykjavík, a collection of Icelandic short fiction published by UK publisher Comma Press, is being featured at the Manchester Literature Festival. Please check out this series of interviews about writing and Icelandic fiction with author’s Audur Jonsdottir, Fríða Ísberg and myself as well as the collection’s editor, Vera Júlíusdóttir. The video was recorded by translator Meg Matich and is free to stream until the 30th of November.

The Book of Reykjavik from Manchester Literature Festival on Vimeo.

ICECON 2021

Tók í fyrsta sinn þátt í IceCon í ár og stýrði lokapanel með heiðursgestum hátíðarinnar: Hildi Knúts, Mary Robinette Kowal og Ted Chiang. Samtalið bar yfirskriftina Hamfaraskáldskapur og von og fór fram á vettvangi hátíðarinnar í Veröld – Húsi Vigdísar þann 7. nóvember síðastliðinn.

May be an image of útivist og Texti þar sem stendur "ICECON 2021 Sunday, November 7th, 5 pm a Disaster Fiction and Hope A Guests of Honor Roundtable Hildur Knútsdóttir, Mary Robinette Kowal and Ted Chiang Moderator: Björn Halldórsson"

THE BOOK OF REYKJAVÍK – MANCHESTER LITERATURE FESTIVAL

The Book of Reykjavík, a short story collection of Icelandic fiction published by Comma Press in the UK, will be featured this year at the Manchester Literature Festival. Meg Matich, who translated many of the stories in the collection, along with Larissa Kyzer and more, interviewed Fríða Ísberg, Audur Jonsdottir and myself about our stories in the collection and about the state of Icelandic fiction and more.

The interviews will be streamed online during the festival on the 1-14th of November.

May be an image of 3 manns og texti

STANFORDS TRAVEL PODCAST – THE BOOK OF REYKJAVIK

Recently, Fríða Ísberg and I spoke with West Camel from Orenda Books for the Stanfords Travel Podcast about Comma Press‘s Book of Reykjavík, a new English language collection of Icelandic short fiction. Fríða and I read from our stories in the collection and chatted about various literary traditions and clichés in Iceland in general and about the literary landscapes of Reykjavík.

It was a fun talk, thank you to everyone who attended and especially everyone who submitted questions. You can listen to our chat here.

https://podcasts.apple.com/gb/podcast/the-book-of-reykjavik-a-city-in-short-fiction/id1535683495?i=1000535155706

BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2021

Ég mætti í fyrsta sinn á Bókmenntahátíðina í Reykjavík árið 2003 til að sjá Haruki Murakami, man að ég bombaði niður Bankastrætið á hjólabrettinu mínu með eintakið mitt af Wind-up Bird Chronicle klemmt í handarkrikann. Ég þekkti engan þarna og hefði örugglega aldrei mætt nema af því að bókmenntahátíðin er öllum opin og það er frítt inn. Þannig gat ég bara valsað inn í Iðnó í hettupeysunni minni og fengið áritun í bókina mína þegar Murakami var búinn að lesa.

Það er ótrúlega mikilvægt fyrir framtíð bókmennta að búa til staði þar sem fólk sem langar að skrifa getur gengið að og hitt fólk sem er að skrifa. Bókmenntahátíðin er þannig staður.

Image

BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK – AÐ SKRIFA SIG FRÁ SORG OG MISSI

Nýverið stýrði ég pallborðsumræðum á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík í þriðja sinn. Í ár ræddi ég við Patrik Snensson, höfund Álabókarinnar, sem nýlega kom út hjá Benedikt í þýðingu Þórdísar Gísladóttur, og Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur um ljóðabókina sína Þagnarbindindi, sem vann ljóðaverðlaunin Maístjörnuna fyrir árið 2021. Yfirskrift samtalsins var Að skrifa sig frá sorg og missi, eitthvað sem við Halla og Patrek öll þekkjum vel, eins og sjá má á verkum okkar.

Hægt er að horfa á umræðurnar í heild sinni hérna: https://vimeo.com/600148800

May be an image of einn eða fleiri og innanhúss

REYKJAVÍK INTERNATIONAL LITERARY FESTIVAL – WRITING THROUGH GRIEF AND LOSS

I directed a panel at the Reykjavík International Literary Feastival for the third time this year. I spoke with Patrik Svensson, author of the surprise international bestseller The Gospel of Eels, and poet and playwright Halla Þórlaug Óskarsdóttir, author of Þagnarbindindi (The Quiet Game), which won the Icelandic poetry prize Maístjarnan for 2021. The panel was on the subject of writing through grief and loss, something that the three of us are all too familiar with, as can be seen in our recent works.

The discussion took place in English and is available here: https://vimeo.com/600148800

May be an image of einn eða fleiri og innanhúss

HLAÐVARP – SKÚFFUSKÁLD

Hún Anna Margrét Von Kessel rakti gjörsamlega úr mér garnirnar fyrir hlaðvarpið sitt, Skúffuskáld, sem ég hef sjálfur hlustað á alveg síðan fyrstu þættirnir fóru í loftið. Það var mikill heiður að fá að heimsækja hana í stúdíóið hennar, Lubbi Peace, í bakgarðinum hjá þeim hjónum í Keflavík, og áttum við langt og innilegt samtal um skáldsöguna Stol, um skrif og skrifvenjur, yfirlestur, ritvinnsluþjark og klíkumyndanir, dróntónlist og samfélagsmiðlasjúdderí, framtíð bókarinnar og hvernig í ósköpunum maður fer að því að skrapa saman í launaseðil samhliða því að skrifa.

Endilega hlustið á samtalið okkar, og jafnvel ef að þið nennið mér ekki, tékkið á eitthvað af öllum hinum þáttunum hennar, þar sem hún ræðir við allskyns skrifandi fólk og veiðir upp úr þeim pælingar og heilræði um þetta blessaða ritlíferni.

Ef fólk er ekki mikið í hlaðvörpunum þá er líka hægt að hlusta á þáttinn og eldri þætti á mbl.is: https://www.mbl.is/hladvarp/hlusta/skuffuskald/