Ásgeir Ingólfs bauð mér að mæta til sín í Menningarsmyglið og ræða um ritlist, harkið, vinnu- og útgáfuferlið og hvað ég er að lesa þessa dagana. Það er hægt að hlusta á samtalið okkar í hlekknum hér að neðan eða í næsta hlaðvarpsspilara með því að leita að “Menningarmygl”.
GREIN UM ÍSLENSKAR FURÐUSÖGUR Í ICELAND REVIEW
Ræddi við Hildi Knútsdóttur, Alexander Dan, Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur og Sjón fyrir nýjasta hefti Iceland Review og fékk þau til að hjálpa mér að taka stöðuna á íslensku furðusagnasenunni, sögu hennar og framtíð.



STOL TILNEFND TIL SPARIBOLLANS
BOOK OF REYKJAVIK – SCANDINAVIA HOUSE
Þann 17. nóvember var smá viðburður á vegum Scandinavia House í New York þar sem Kristín Eiríks, Larissa Kyzer og ég ræddum við Höllu Þórlaugu um íslenskar bókmenntir og smásögusafnið Book of Reykjavík, sem var gefið út hjá Comma Press í Bretlandi fyrr á árinu. Viðburðurinum var streymt rafrænt á vefsvæði Scaninavia House en upptöku af viðburðinum er nú hægt að nálgast á YouTube-rás þeirra.
THE BOOK OF REYKJAVIK – BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í MANCHESTER
Hér að neðan má sjá upptöku af rafrænum viðburði sem ég tók þátt í á vegum Manchester Literary Festival ásamt Fríðu Ísberg, Auði Jóns og ritstjóra safnsins Veru Júlíusdóttur. The Book of Reykjavík er gefin út af Comma Press.
The Book of Reykjavik from Manchester Literature Festival on Vimeo.
THE BOOK OF REYKJAVIK – MANCHESTER LITERATURE FESTIVAL
The Book of Reykjavík, a collection of Icelandic short fiction published by UK publisher Comma Press, is being featured at the Manchester Literature Festival. Please check out this series of interviews about writing and Icelandic fiction with author’s Audur Jonsdottir, Fríða Ísberg and myself as well as the collection’s editor, Vera Júlíusdóttir. The video was recorded by translator Meg Matich and is free to stream until the 30th of November.
The Book of Reykjavik from Manchester Literature Festival on Vimeo.
ICECON 2021
Tók í fyrsta sinn þátt í IceCon í ár og stýrði lokapanel með heiðursgestum hátíðarinnar: Hildi Knúts, Mary Robinette Kowal og Ted Chiang. Samtalið bar yfirskriftina Hamfaraskáldskapur og von og fór fram á vettvangi hátíðarinnar í Veröld – Húsi Vigdísar þann 7. nóvember síðastliðinn.

THE BOOK OF REYKJAVÍK – MANCHESTER LITERATURE FESTIVAL
The Book of Reykjavík, a short story collection of Icelandic fiction published by Comma Press in the UK, will be featured this year at the Manchester Literature Festival. Meg Matich, who translated many of the stories in the collection, along with Larissa Kyzer and more, interviewed Fríða Ísberg, Audur Jonsdottir and myself about our stories in the collection and about the state of Icelandic fiction and more.
The interviews will be streamed online during the festival on the 1-14th of November.

STANFORDS TRAVEL PODCAST – THE BOOK OF REYKJAVIK
Recently, Fríða Ísberg and I spoke with West Camel from Orenda Books for the Stanfords Travel Podcast about Comma Press‘s Book of Reykjavík, a new English language collection of Icelandic short fiction. Fríða and I read from our stories in the collection and chatted about various literary traditions and clichés in Iceland in general and about the literary landscapes of Reykjavík.
It was a fun talk, thank you to everyone who attended and especially everyone who submitted questions. You can listen to our chat here.

BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2021
Ég mætti í fyrsta sinn á Bókmenntahátíðina í Reykjavík árið 2003 til að sjá Haruki Murakami, man að ég bombaði niður Bankastrætið á hjólabrettinu mínu með eintakið mitt af Wind-up Bird Chronicle klemmt í handarkrikann. Ég þekkti engan þarna og hefði örugglega aldrei mætt nema af því að bókmenntahátíðin er öllum opin og það er frítt inn. Þannig gat ég bara valsað inn í Iðnó í hettupeysunni minni og fengið áritun í bókina mína þegar Murakami var búinn að lesa.
Það er ótrúlega mikilvægt fyrir framtíð bókmennta að búa til staði þar sem fólk sem langar að skrifa getur gengið að og hitt fólk sem er að skrifa. Bókmenntahátíðin er þannig staður.