Ásgeir Ingólfs bauð mér að mæta til sín í Menningarsmyglið og ræða um ritlist, harkið, vinnu- og útgáfuferlið og hvað ég er að lesa þessa dagana. Það er hægt að hlusta á samtalið okkar í hlekknum hér að neðan eða í næsta hlaðvarpsspilara með því að leita að “Menningarmygl”.
SMÁGLÆPIR FÆR FULLT HÚS STIGA Í ÍSRAEL
Smáglæpir, mín fyrsta bók, fær fimm stjörnur og ítarlega, heilsíðu umfjöllun í Shabbat, bókmenntatímariti ísraelska dagblaðsins Makor Rishan, auk þess sem bókin fékk víst umfjöllun og umtal í ísraelska útvarpinu. Það er ótrúlega gaman að vita að verkin sín eigi sér framhaldslíf þarna úti í heimi, og að fólk í öðrum löndum og menningarheimum finni í þeim eitthvað til að tengja við. Smáglæpir er gefin út af ísraelsku bókaútgáfunni Lesa Books og vil ég þakka ritstjóra útgáfunnar, Shai Sendik, og þýðandanum mínum, Shirley Levy, kærlega fyrir alla þá alúð og ötulu vinnu sem þau hafa lagt í að færa bókina yfir á nýtt tungumál.
SMÁGLÆPIR KEMUR ÚT Á HEBRESKU
Nú stendur til að smásögusafnið Smágæpir, mín fyrsta bók sem kom út hjá Sæmundi árið 2017, verði gefin út á hebresku af ísraelska útgefandanum Lesa Books. Lesa gefur út bækur frá ýmsum löndum en eins og nafnið gefur til kynna sérhæfa þau sig þó í íslenskum bókum. Hefur útgáfan tryggt sér útgáfurétt á verkum eftir Oddný Eir, Einar Kárason, Guðmund Andra, Bergþóru Snæbjörnsdóttur, Sigríði Hagalín o.fl. o.fl. Shai Sendik hefur yfirsýn með öllu starfi útgáfunnar og ritstýrir þýðingunni, en þýðandi er Shirley Levi.
Hér að neðan má sjá kápuna á hebresku útgáfu bókarinnar:
SMÁGLÆPIR KOMNIR Á STORYTEL.IS
Núna er hægt að hlusta á Smáglæpi á hljóðbókaveitunni Storytel.is. Storytel er að uppruna sænskt fyrirtæki sem hefur verið að hasla sér völl á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár. Fyrirtækið býður upp á sívaxandi magn af nýjum og gömlum íslenskum hljóðbókum í upplestri íslenskra leikara, höfunda og annars fagfólks. Hægt er að hlusta á bækurnar á heimasíðu Storytel.is eða í Storytel appinu, og bjóða þau upp á prufutímabil áður en gengið er frá áskrift. Ég fór og heimsótti aðalskrifstofu fyrirtækisins á Íslandi og fannst mikið til fagmennsku þeirra og frágangs koma.
Það er Finnbogi Jónsson leikari sem les bókina og þakka ég honum og starfsfólki Storytel fyrir að hlúa svona vel að bókinni minni í framhaldslífi sínu á ljósvakamiðlum. Hægt er að hlusta á hljóðbrot úr lestri Finnboga hér að neðan.
„EF ÞIÐ HEFÐUÐ HRINGT“ KEMUR ÚT Í ICELAND REVIEW
Í nýjasta hefti Iceland Review er að finna söguna „Ef þið hefðuð hringt“, sem upphaflega birtist í Smáglæpum árið 2017. Í blaðinu ber sagan titilinn „If only you‘d called“ og er í enskri þýðingu Larissu Kyzer. Larissa hefur getið sér gott orð fyrir enskar þýðingar á íslenskum skáldverkum, þar á meðal fyrir þýðingu sína á verlaunaskáldsögu Kristínar Eiríksdóttur Elín, ýmislegt, sem nýlega kom út hjá Amazon Crossing undir titlinum „A Fist or a Heart“.
Við Larissa þekkjumst og höfum áður unnið saman, meðal annars á PEN World Voices Festival í New York fyrr á árinu. Var því gaman að verða vitni að aðförum hennar við textann minn. Þótti mér vænt um þá natni sem hún sýndi við að leysa ýmisleg tæknileg atriði sögunnar, en „Ef þið hefðuð hringt“ er ein flóknasta sagan í safninu hvað varðar sjónarhorn, tímatilfærslur og sögufléttu. (Ásamt mögulega sögunum „Eiginmaðurinn og bróðir hans“ og „Rekald“, sem báðar vinna með sögufléttu og upplýsingaskömmtun til lesanda á álíka máta.)
Einnig finnst mér aðdáunarvert að Iceland Review, sem á sér langa útgáfusögu á Íslandi og erlendis, sé að skipa sér í flokk með þeim örfáu tímaritum á íslenska markaðinum sem reglulega gefa út skáldskap. Öll umgjörð við birtingu sögunnar er til fyrirmyndar, en fyrir utan að ráða þýðanda fékk blaðið einnig listakonuna Helgu Páley Friðþjófsdóttur til að myndskreyta söguna. Finnst mér henni hafi tekist að fanga anda sögunnar minnar engu síður en Larissu.
Að sjá aðra höfunda, þýðendur og/eða listamenn vinna með verk sín á þennan máta eru mikil forréttindi og vona ég að ég fái frekari tækifæri til þess í framtíðinni.
“IF ONLY YOU’D CALLED” PUBLISHED IN ICELAND REVIEW
The latest issue of Iceland Review (Issue 4:2019 – Aug/Sep) includes my short story “If only you’d called”, which was originally published in Icelandic in my 2017 short story collection Smáglæpir (Misdemeanours). The English translation is by Larissa Kyzer, whose translation of Kristín Eiríksdóttir’s award winning novel A Fist or a Heart was recently published by Amazon Crossing.
Larissa and I are good friends and also worked together earlier this year at the PEN World Voices Festival in New York. It was a joy to witness how she approached my story. I was particularly impressed with how she solved certain technical challenges, as “If only you’d called” is one of the more complex stories in the collection in terms of plot and narration. Along with the stories “The husband and his brother” and “Flotsam”, it relies on a structure that is aching to what might be found in a thriller or murder mystery, and Larissa handled the gradual reveal of the story’s ending perfectly.
I’m also excited to see that Iceland Review has begun to publish fiction, as there is a great lack of such publishing outlets for Icelandic writers. Currently, there are only two or three magazines out there that regularly publish works by Icelandic writers and poets. Authors must, therefore, rely solely on the book publishing industry in order to get their work out there or take on the arduous task of self-publishing.
Along with recruiting a translator, Iceland Review also got artist Helga Páley Friðþjófsdóttir to do an illustration for the story—a rare treat for most authors. She did an amazing job and managed to capture the atmosphere of the story just as well as Larissa did in her translation. Getting to observe how other writers and artist tackle your work and interact with it is an absolute privilege. I can only hope that there will be more such chances in my future.
MISDEMEANORS IN “NEW BOOKS FROM ICELAND 2018” BOOKLET
My first book, Smáglæpir (Misdemeanors), is featured in the “New Books from Iceland 2018” booklet—an annual selection of Icelandic books chosen by the Icelandic Literature Center to be used for promotion at book fairs and literature events abroad.
The booklet reads:
Misdemeanors is a collection of seven short stories, all set in rather mundane surroundings and circumstances, yet each a narrative in which the characters find themselves in situations that lead to guilt. These are, however, all situations in which each and every one of us might end up.
The stories are suspenseful and the author is adept at setting vivid scenes, peopled with memorable characters. The storylines are realistic and the emotions they deal with are recognisable to every one of us. The reader finds it easy to identify and sympathise with the characters whose pain and guilt is portrayed with depth and sensitivity. The author has excellent grasp of the short story narrative form and for a debut, this book augurs well for an interesting career as a writer.
Extracts in English are available upon request.
SMÁGLÆPIR – DÓMAR
VIÐBURÐIR OG UPPLESTRAR Í DESEMBER
Jæja, ég er búinn að pakka í töskur og verð mættur á klakann eldsnemma í fyrramálið, þriðjudaginn 5. des, til að fylgja Smáglæpum úr hlaði inn í jólabókaflóðið. Þeir eru svosem ekki margir desember viðburðirnir en þó mun ég eitthvað vera að lesa upp og þusslags ásamt öðrum höfundum hér og þar í Reykjavík og meira að segja líka á Selfossi.
Dagsetningar eru sem hér stendur:
Fimmtudagurinn 7. des kl. 17:00, Jólabókagleði Kirsuberjatrésins, Vesturgötu 4
Jólabókagleði Kirsuberjatrésins heldur áfram! Aðrir höfundar sem lesa eru Halldór Armand, sem mun lesa úr skáldsögunni Aftur og aftur, Jóga, sem mun lesa úr bókinni Þúsund Kossar (rituð af Jóni Gnarr), og Elísa Jóhannsdóttir, sem mun lesa úr bók sinni Er ekki í lagi með þig?, sem hlaut barnabókarverðlaunin í ár.
Fimmtudagur 7. des kl. 19:00, Útgáfufögnuður ÓS Press í Gröndalshúsi
Um sjö leitið, beint á eftir jólabókagleðinni og hinum megin við hornið frá Kirsuberjatrénu, fagnar ÓS Press útgáfu á öðru hefti af tímariti þeirra, ÓS — The Journal í Gröndalshúsi í Grjótaþorpinu. Ég á litla og kvika sögu í heftinu sem heitir Þetta er allt í lagi — og mætti næstum segja að þar sé um hálfgerða hryllingssögu að ræða — og mun ég lesa hana fyrir gesti.
ÓS Press vinnur mikið og gott og — umfram allt — launalaust starf við það að koma á framfæri bókmenntalegum jaðarröddum úr samfélaginu, og hafa þannig skapað rými fyrir öfluga grasrót sem þrífst ekki innan íslenska útgáfubransans um þessar mundir. Því vil ég benda fólki á söfnunarátak Ós á Karolina Fund, þar sem reynt er að stemma stigu við eitthvað af prentkostnaðinum og starfsframlaginu á bak við þessa útgáfu.
Þriðjudagur 12. des kl. 20:00, Höfundakvöld á C is for Cookie, Týsgötu 8
Kaffihúsið C is for Cookie á Týsgötu stendur fyrir upplestrarkvöldum fram að jólum í ár og mun ég taka þátt í einu slíku þann 12 des klukkan 20:00. Ég er ekki kominn með það á hreint hverjir fleiri eru á dagskrá það kvöld en það skýrist þegar nær dregur.
Fimmtudagur 14. des kl. 20:00, Höfundaupplestrar á Bókakaffinu á Selfossi, Austurvegi 22
Eins og venjulega stendur Bókakaffið á Selfossi, höfuðstöðvar Sæmundar, útgefanda míns, fyrir vikulegum upplestrarkvöldum höfunda útgáfunnar alveg fram að jólum. Það er kósý og heimilisleg stemmning á þessum kvöldum, eins og í öllu sem viðkemur Bókakaffinu og Sæmundi, og mun ég lesa þar upp ásamt fleiri höfundum á vegum útgáfunnar fimmtudaginn 14. des. Húsið opnar klukkan 20:00 en upplestrar hefjast um 20:30, svo allir hafi nú örugglega tíma til að ná sér í vöfflu og kaffi.
Laugardagur 16. des kl. 14:00, Höfundasíðdegi í Bóksölu stúdenta, Sæmundargötu 4
Bóksala stúdenta stendur fyrir eftirmiðdags höfundaupplestrum í desember og mun ég stíga þar á stokk þann 16. desember klukkan 14:00 ásamt Jónasi Reyni Gunnarssyni (Millilendingin), Yrsu Þöll Gylfadóttur (Móðurlífið – Blönduð tækni), Oddný Eir Ævarsdóttur (Undirferli) og Úlfari Bragasyni (Frelsi, menning, framför). Er ég mjög hreykinn af því að vera boðið með í svo fríðan flokk.
Það er allt og sumt sem komið er á dagskrá í desember en ekki hika við að hafa samband í gegnum Facebook eða bjornhalldorssonis@gmail.com varðandi aðra upplestra eða uppákomur fram að jólum.
Hlakka til að sjá ykkur!
-BH
SMÁGLÆPIR NÚ FÁANLEGIR Í INNBUNDNU BROTI
TIl að auka sölumöguleika Smáglæpa í jólabókaflóðinu, ákvað Sæmundur, útgefandinn minn, að endurprentunin af bókinni yrði í hörðu bandi. Auðvitað er þetta ógurlega spennandi fyrir mig, og þá sérstaklega að bókin muni vera á borði með öllum hinum jólabókunum. Það er samt ekki laust við að ég prísi mig sælan að hafa gefið bókina út í kiljubroti í sumar, núna þegar út eru að koma spennandi skáldverk eftir hverja kanónuna á fætur annarri, sem og eftir ýmsa nýja höfunda sem ég hlakka mikið til að kíkja á þegar ég kem heim. Ber þar kannski helst að nefna Millilendinguna hans Jónasar Reynis og Slitförin hennar Fríðu Ísberg, en bæði eru þau hjá mínum gamla útgefanda Partusi, sem er svo sannarlega að hrista vel upp í jólabókaflóðinu í ár (enda kominn tími til).
Sjálfur kem ég ekki heim á klakann fyrr en 4. desember, og vona ég að ekki verði alveg búið að gleyma Smáglæpum og sjálfum mér þá, þegar mesta jólaösin skellur á. Ég er núþegar búinn að bóka eitt upplestrarkvöld, í höfuðstöfum Sæmundar, Bókakaffinu á Selfossi, þann 14. desember, en vonandi tekst mér að bæta einhverjum fleirum viðburðum við þegar nær dregur. Hvernig sem fer þá held ég að þetta verði rokna jólabókaflóð og hlakka ég mikið til þess að taka þátt í því af fullum huga, að þessu sinni fyrir framan búðarborðið en ekki fyrir aftan það, þar sem ég hef staðið vaktina undanfarin ár. Þó er aldrei að vita nema ég betli í mínu gamla samstafsfólki í Eymundsson Austurstræti um að fá að taka smá vakt á Þorláksmessu, þar sem þá er mesta stuð ársins í bókabúðum og bjórinn sjaldan sætari en á miðnætti þann tuttugasta og þriðja, þegar loksins er búið að smala öllum út og gera upp kassana. Þó eru góðar líkur á einhverjum eilitlum hagsmunaárekstri í ár þar sem það er jú mynd af mér aftan á einni jólabókinni. Þá verð ég bara að betla út Þorláksmessuvakt næstu jól, nema að svo ólíklega vilji til að maður sé með eitthvað í þvögunni þá líka.
Ég sé ykkur allavega þann 4. desember þegar ég mæti heim frá Long Island, fúlskeggjaður og síðhærður þar sem ég treysti ekki rockabilly rökurunum hér út frá eftir síðustu útreið. Ekki veitir af þar sem kalt er orðið í kotinu og ég þurfti að fjárfesta í flannel-fóðruðum Carhartt buxum til að þola röku hafgoluna hér á eyjunni. Þangað til verð ég hérna á bókasafninu í Stony Brook að tikka inn í tölvuna eitthvað sem verður kannski einhvern tímann eitthvað.