Björn Halldórsson er fæddur í Reykjavík árið 1983. Hann er með BA gráðu í enskum og amerískum bókmenntum frá Háskóla Austur Anglia héraðs í Norwich, Englandi, og MFA gráðu í skapandi skrifum frá Háskólanum í Glasgow í Skotlandi. Ásamt því að vinna sem þýðandi og blaðamaður hefur hann einnig stýrt pallborðsumræðum á Bókmenntahátíð Reykjavíkur, í Gunnarshúsi, á PEN World Voices hátíðinni í New York og á fleiri viðburðum. Smásögur hans hafa komið út í bókmenntatímaritum á Íslandi og Bretlandi og hafa einnig birst í þýðingu á ensku, þýsku, ítölsku og hebresku. Fyrsta bók hans, smásögusafnið Smáglæpir, vann til Nýræktarstyrks Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2016 og var gefið út af bókaútgáfunni Sæmundi árið 2017. Önnur bók hans, skáldsagan Stol, var gefin út hjá Forlaginu snemma árs 2021. Hann býr í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni.