Smáglæpir er smásögusafn sem samanstendur af sjö sögum úr úthverfum Reykjavíkur þar sem skoðaðar eru ákvarðanir sem ekki verða aftur teknar og eftirsjá sem varir út ævina. Persónurnar bera sekt sína í einrúmi þar til hún er orðin að þráhyggju sem hvorki er hægt að gangast við né leita sér aflausnar á. Þetta eru smáglæpirnir: tilfinningasárin sem við völdum, tækifærin til að breyta rétt sem við misstum af, orðin sem við létum ósögð.
Bókin hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2016 og sagði dómnefnd um verkið: “Vel skrifaðar og fagmannlega mótaðar smásögur. Höfundur þekkir smásagnaformið augsýnilega vel og kann þá list að segja ekki of mikið en skapa á sama tíma forvitnilega stemningu og andrúmsloft í sögum sem ná gríðarföstu taki á lesandanum.”
Smáglæpir er gefið út af útgáfufélaginu Sæmundi og fæst í flestum bókabúðum en einnig er hægt að hafa beint samband í gegnum netfangið bjornhalldorssonis@gmail.com eða í einkaskilaboðum á Facebook til að kaupa eintök.
Bókin kostar kr. 3.500,- og er hægt að greiða fyrir með bankamillifærslu ef þess er óskað.
Hér fyrir neðan má lesa bókadóm Magnús Guðmundssonar um verkið, en dómurinn birtist upphaflega í Fréttablaðinu þann 8. júní 2017.