Núna á fimmtudaginn koma út hjá Meðgöngumáli örbækurnar Vetrarhamur eftir Herthu Maríu Richardt Úlfarsdóttur og Þjófasaga eftir mig. Meðgöngumál er undirforlag Partus Press sem einbeitir sér að smásöguútgáfu, en í stað þess að gefa út smásögusöfn gefa þau út stakar smásögur í ódýru prenti, svipað og Meðgönguljóð hafa gert við ljóðasöfn. Þjófasaga var unnin í samvinnu við ritstjórann minn hjá Meðgöngumáli, Elínu Eddu Pálsdóttur. Þetta er í raun örævisaga byggð á svipuðum stílfærslum og Níu Líkamar sem var gefin út hjá Tímaritinu Stínu í vetur og þar áður hjá Valve Journal í Glasgow þar sem reynt er að ramma inn heila mannsævi í þeim brotum sem hægt er að raða saman innan í jafn takmörkuðu rými og smásagnaformið er. Það er mikill heiður fyrir mig að fá mína eigin prentútgáfu og vonast ég til að sjá sem flest ykkar á Loft Hostel á fimmtudaginn. Kvöldið hefst klukkan 20:00 og verður afsláttur á barnum fyrir þá sem fjárfesta í bókunum.
Húsbruni á 21. öldinni / pistill á Stundin.is
Ég var með lítinn pistil í Stundinni í dag um húsbrunann sem átti sér stað við Grettisgötu í fyrradag. Ég var fyrir tilviljun á staðnum, á leið heim eftir vinnu, og fylgdist með slökkviliðinu athafna sig. Það var ekki fyrr en ég kom heim að ég horfði yfir atburðarás kvöldsins og það vaknaði með mér óhugur yfir því hve brengluð viðbrögð mín hefðu verið við þessum harmleik. Helst hafði ég áhyggjur af því að ég, og kannski við öll, værum búin að fjarlægjast svo svakalega atburði líðandi stundar með því að horfa sífellt á heiminn, í bæði fegurð sinni og ljótleika, í gegnum þann fjarræna glugga sem símaskjárinn er. Ekki varð skömmin minni daginn eftir þegar ég las ávítanir Lögreglunnar til vegfarenda sem höfðu tafið björgunaraðgerðir og flækkst fyrir í von um að ná flottum myndum á símann sinn og hlaða upp á hinar ýmsu samfélagssíður, og hvað þá þegar ég komst að því að fólk nákomið mér sem ég hef oft eitt kvöldstund með á barnum hafði tapað nær öllum eigum sínum og verkum í brunanum. Nú er svo komið að það er varla hætt að rjúka úr rústunum og strax er farið að skoða gróðamöguleika þess að byggja íbúðir á reitnum. (Þótt talað sé um “íbúðir” er ég nokkuð viss um að ég er ekki einn um að heyra í staðinn “hótel”.) Það kemur kannski ekki á óvart og verður að teljast eðlileg þróun eins og hlutirnir eru í dag en engu að síður fer maður að óttast um viðhorf okkar þegar fyrstu viðbrögð við eldsvoða er að deila honum á Twitter og athöfn númer tvö er að byrja að skoða möguleika á að græða á rústunum. Það var fullt af sögu og menningu í þessu húsi en enginn virðist hafa tíma til syrgja það. Þessi viðbrögð eru að segja okkur eitthvað um hvar við erum í dag og það ber að rannsaka.
Menning og matur og tröll og skúffur og veggir (og Egill Helgason líka)
Rosa gaman að fá að taka þátt í dagskránni á Menning og matur sem Reykjavík bókmenntaborg stóð fyrir í dag í Hörpunni. Einstaklega ljúf samverustund þar sem okkur “ung” höfundunum gafst færi á að lesa sögurnar okkar sem birtust í Skíðblaðni fyrsta og öðrum um daginn. Fyrst las Sólveig úr sögunni Skúffan þar sem kona fer í hárlitun til vinkonu sinnar, næst las Þórdís úr Korríró, beibí hnyttna en líka hræðilega reimleika sögu, og síðast las ég Veggir, um feðga á ferðalagi sem stoppa til að skoða eyðibýli (íslenskara verður það varla). Öllum lestrinum var vel tekið og vonandi notar fólk tækifærið og finnur sér leið á skidbladnir.is að skoða hinar smásögurnar sem eru birtar þar, alveg ókeypis eins og svo margt gott (og sumt ljótt) á Internetinu. Dagskráin hélt áfram undir stjórn Egils Helgasonar með Jónínu Leósdóttur, Guðmundi Andra Thorssyni og Eydísi Blöndal, auk þess sem að á undan lestri okkar Skíðblaðnishöfunda ræddu Ragnar og Dagur við Egil um hugmyndafræðina og gleðina á bak við Tunglið og Tunglkvöldin og Skíðblaðni og lásu fyrir okkur; Dagur fyrstu kaflana úr Síðustu ástarjátningunni og Ragnar nokkur ljóð úr Til hugreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum auk nýrra ljóða sem hann las af símanum sínum og sína eigin þýðingu á þessu fallega ljóði eftir bandaríska ljóðskáldið Jack Gilbert. (Mundi ekki höfundinn eftir lesturinn en tókst að hafa upp á ljóðinu með því að slá inn “american poet antelope” í Google og það dugði til.) Takk Mamma fyrir myndirnar, og takk þú sem komst upp að mér eftir lesturinn og þakkaðir mér fyrir söguna mína og sagðir mér frá manninum þinum.
Skíðblaðnir á Menning og matur í Hörpunni
Núna á sunnudaginn munu ég, Sólveig Johnsen og Þórdís Helgadóttir lesa úr sögunum okkar sem birtust í Skíðblaðni fyrsta og Skíðblaðni öðrum á Tunglkvöldi um daginn á Menning og matur í Hörpunni. Egill Helgason mun taka á móti okkur og ræða stuttlega við okkur en megin hluti dagskrárliðsins snýr að Degi Hjartarsyni og Ragnari Helga og munu þeir ræða um Tunglið við Egil auk þess sem Ragnar ætlar að lesa úr nýjum verkum og Dagur mun að sjálfsögðu lesa úr nýju skáldsögunni sinni Síðustu ástarjátningunni en útgáfuhófið fyrir hana er einmitt í dag í Eymundsson Austurstræti kl. 17:00 (leynigestur er GKR). Það er mikill heiður að fá að vera með og gleðst ég með Degi og Ragnari og Sverri (sem er erlendis að vana) að þetta feikna flotta framtak þeirra, Skíðblaðnir og Tunglið, sé að fá verðskuldaða athygli hjá menningarmiðlum þjóðarinnar. Dagskráin hefst með Degi og Ragnari klukkan 14:00 en ég og Þórdís og Sólveig byrjum að lesa svona um hálf þrjú leytið.
Annar sentimeter í höfundaeintakabunkann (4,6 cm allt í allt)
Ég vill þakka kærlega fyrir að hafa fengið að vera með í útgáfunni á Skíðblaðni fyrsta og Skíðblaðni öðrum á mánudagskvöldið, þar sem safnað var í prentformi þeim sögum sem komið hafa út hjá Skíðblaðni síðasta árið.
Skíðblaðnir er nettímarit (og nú líka prenttímarit) gefið út af Tunglinu sem sérhæfir sig í smásögum. Svo ótrúlega fallegar bækur og flott framtak hjá þeim Sverri, Degi og Ragnari.
Gaman að loksins er að myndast einhver vettvangur að ráði á Íslandi þar sem fólk getur prufað sig áfram með smásagnaformið opinberlega og þannig þróað og styrkt ritstíl sinn í stuttum skrefum í samvinnu við aðra höfunda og lesendur. Hvet alla sem luma á smásögum, hvort sem þið eruð tilbúin til að kalla ykkur rithöfunda eða ekki, til að senda þeim línu á tunglidforlag@gmail.com og freista þess að koma sögunum ykkar í útgáfu. Það er svo miklu betra að gefa smásögur út frekar en að pukrast með þær ofan í skúffum eða í möppum á tölvunni dulbúnum með boring titlum eins og “sumarfrísplön 2013” eða “djok”. Betra bara að reyna að fá þetta birt einhverstaðar í staðinn fyrir að dunda sér við að færa kommur til og frá og skipta á nútíð og þátíð árum saman.
Allt faglegt umstang þessarar útgáfu, hvort sem var á netinu eða í prenti, var algerlega til fyrirmyndar en einnig var yfirlesturinn og uppástungurnar sem ég fékk frá þeim á meðan á ritstjórnarferlinu stóð ómetanlegt og hafði veruleg áhrif á loka mynd sögunnar. Takk fyrir mig.
Veggir í Skíðblaðni fyrsta (og öðrum)
Ég er með söguna Veggir í nýjasta (og jafnframt fyrsta) hefti Skíðblaðnis, en þessi fallega prentútgáfa í tvemur bindum er gefin út af Tunglinu og safnar saman öllum smásögunum sem komu út á netinu hjá Skíðblaðni í fyrra. Endilega kíkið við á mánudagskvöldið og tryggið ykkur eintök. Bækurnar eru bara seldar þetta eina kvöld. Óseld eintök verða BRENND!
Nokkur orð um spéhræðslu
Það tók mig mjög langan tíma að viðurkenna það fyrir sjálfum mér og öðrum að mig langaði að verða rithöfundur þegar ég yrði stór. Enn í dag, ef einhver spyr mig hvað ég geri, þá segist ég yfirleitt vera bóksali. Stundum, ef sólin er björt og ég er ánægður með eitthvað sem ég hef nýlega afrekað segi ég „rithöfundur“, fullur stolti, en á síðan erfitt með að fylgja því ekki eftir með „…eða eitthvað svoleiðis.“
Rithöfundur er svo hrikalega stórt orð. Mun stærra en skáld eða textasmiður eða bóksali. Helst af öllu myndi ég vilja taka á mig einhverskonar nýyrði, sem gæti kannski verið skrifari. Einhver sem skrifar og skrifar án þess að þurfa nokkurn tíman að gefa eitthvað út og standa berskjaldaður fyrir framan lesendur, sem eru fullfærir um að rífa rithöfundinn á hol þar sem hann reynir að fela sig á bak við orðin. Þessi spéhræðsla mín útskýrir kannski af hverju það var svo nauðsynlegt fyrir mig að taka mín fyrstu skref í sagnagerð erlendis, í algleymi enskrar tungu.
Fyrsta sagan mín, það er að segja fyrsti textinn sem ég skrifaði af fullri alvöru og ekki undir því yfirskyni að ég væri „bara eitthvað að fíflast“, var stutt saga á ensku um strák sem læðist út um nótt og hjólar þvert yfir bæinn í eyðilegt verksmiðjuhverfi til að kveikja þar í bíl með flöskusprengju í tilraun til að framkvæma einhverskonar sjálfskapaða manndómsathöfn.
Sagan var svosem ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þó að hér að ofan hafi ég reynt að draga fram táknmyndir og túlkanir hennar er ég nokkuð viss um að lesendum hefðu annaðhvort verið allar slíkar tilfæringar algerlega duldar eða fundist þær allt of augljósar. En þessi saga var engu að síður fyrsta atlaga mín til þess að reyna eitthvað fyrir mér í textagerð af fullri alvöru. Ég efast um að ég hefði verið fær um slíkt hefði ég ekki verið umvafinn hinu blessunarlega nafnleysi milljónasamfélagsins, langt í burtu frá heimabænum þar sem allir vissu hver maður var og allir vissu hverra manna maður var.
Þessi firra, að allir heima væru að bíða með öndina í hálsinum eftir því að lesa einhvern tvítugan menntskæling úr Mosfellssveit hlýtur að falla einhvers staðar mitt á milli mikilmennskubrjálæðis og lágs sjálfsálits. Engu að síður var það mikill léttir að geta loksins skrifað í friði án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að einhver heima væri að lesa mann.
Þetta frelsi gaf mikið af sér, tíma til að prufa fyrir sér í allar mögulegar áttir og þreifa á hinum ýmsu stefnum og innblástrum. Það var hægt að klæmast og grínast og henda fram sleggjudómum um allt og alla án þess að óttast neinar afleiðingar. Auk þessa var enskan svo mikið undanskots tungumál að hægt var að afbaka hana eins og maður vildi, svo lengi sem maður passaði vel upp á rauðu og grænu línurnar í Word skjalinu sem sögðu til um hvort allt væri hér með felldu.
Frelsið var yndislegt og ég gerði það sem ég vildi, en á endanum komst ég að því að það var eitthvað sem vantaði, einhver kjarni gerði það að verkum að umhverfin mín og persónurnar virtust ætíð vera á milli þessa heims og annars. Bresku göturnar sem ég skrifaði um, nefndar lávarðslegum nöfnum eins og Haversham Street og Mansfield Avenue (sem ég uppgötvaði seinna að ég hafði ómeðvitað stolið nánast öllum úr ritverkum Jane Austen) voru þegar betur var að gáð augljóslega Hverfisgata og Framnesvegur. Fólkið talaði bjagaða ensku mitt á milli bandarískunnar sem hafði gegnsýrt mig í sjónvarpsglápi barnæsku minnar og bresku enskunnar sem ég hafði lært í háskóla og af því að horfa á Inspector Morse þætti með afa og ömmu, og þær hétu allar látlausum nöfnum eins og John, Frank og Annie og þær drukku allar te.
Þessar staðleysur í sögunum mínum, fastar á milli þriggja landa, gerðu stílinn minn vissulega sérstakann, og jafnvel eftirtektarverðann, en það var engu að síður erfitt fyrir lesendur að bera traust til höfundarraddar sem vissi vart hvar hún var stödd þar sem hún hoppaði á milli landa, úr einni málsgrein í aðra. Traust er nefnilega alveg eins og öll önnur tifinningabákn. Það verður að ganga í báðar áttir. Það var ekki fyrr en ég var farinn að treysta lesendum að ég gat sagt þeim hvar allar mínar sögur ættu sinn uppruna, á íslenskum strætum og í íslenskum kjallaraíbúðum og úthverfum. Það var ekki fyrr en ég fór að treysta lesendunum til þess að rífa mig ekki á hol að þeir fóru að treysta mér.
Einn af leiðbeinendunum mínum sagði mér eitt sinn að fyrstu sögurnar manns væru ætíð byggðar á því sem búið væri að gerast; að næsta holl væri um það sem væri að gerast og það væri í raun ekki fyrr en í þriðja holli sem þú getur farið að skrifa um hvað sem þú vilt. Stundum finnst mér líkt og að ég hafi í angist minni og flótta hoppað beint í þriðja farið til að forðast það að þurfa að standa berskjaldaður fyrir framan íslenska lesandann, sem ég var alltaf viss um að gæti séð beint í gegnum mig á augabragði. Í seinni tíð hef ég orðið sannfærður um það að slík eldskírn sé nauðsynleg, og hluti af tilraunum mínum til að gangast við henni er þessi heimasíða, ásamt því að berjast við að temja aftur íslenska skrifmálið mitt sem hefur setið og ryðgað í skápnum öll þau ár sem ég hef verið í víking. Ég bið því lesandann auðmjúklega um að dæma mig ekki of harkalega, og ekki of greitt, og gefa mér tíð og tíma til að feta mig aftur heim.
Why ‘You Should Be Working’?
“This morning you rang, but then you had to wait for the elevator, and several seconds elapsed before you showed up at the door. During those seconds, waiting for you, I was thinking of this new piece I’m writing. I can work in the water closet, in the train. While swimming I produce a lot of things, especially in the sea. Less so in the bathtub, but there too.”
-Umberto Eco
A few years ago, during one of those frequent periods where I was suppose to be working on a piece of writing but was in fact doing anything in order to escape said work (including Googling various apps and resources intended to “increase productivity”), I stumbled upon an app called LeechBlock, which I thought was guaranteed to help me get some work done.
This was only the latest in a long line of applications and self-inflicted programs designed to help me reach some of my word-goals, but nonetheless I spent a happy afternoon carefully setting up LeechBlock’s filter system and time schedule so that whenever I tried to get on facebook or any of the dozen or so news media or web comic or funny-image sites that I always find myself browsing through if I let myself drift off in front of the screen, I would instead be directed to a large desktop image where softly fading white letters on a black background reminded me: ‘YOU SHOULD BE WORKING’. No exclamation mark. No angry eyebrows or frumpy fonts. Just a gentle reminder. You should be working. You should always be working.
This phrase has become a self-chastising mantra of mine. One that is often found in the speech bubbles above the cartoonish figures that I doodle in my workbook or on various post-it notes scattered around my desk like the remains of a sticky-confetti explosion. Always one prone to travelling the long way around to a simple solution, I sometimes leave myself these sorts of notes in various crooks and crannies of the house. On the TV screen, in the fridge, inside the cupboards where I keep my caffeine supplies, the wall in the bathroom where my eyes rest when I sit down for a contemplative minute. It originally comes from something my friend and fellow struggling writer Bram Gieben said once. We were sitting in his living room sipping mugs of tea and moaning about how lazy we both were when he said, with a self-mocking chuckle: “I think being a writer probably means that you constantly feel guilty because you are not writing.”
Now, Bram has less justification for feeling like a lazy writer than anyone I know. He cranks out music and gig reviews and other articles at a rate which is astonishing considering how conscientious he is in giving the material at hand his full attentions. He pays his rent with writing and still somehow finds the ability to work on his novel when he’s finally gotten everything else out of the way, not hesitating to pull an allnighter and redrafting and retyping entire chapters in order to find that one little thing that just isn’t working right. When he’s at work on a piece of text it’s like watching a mechanic making an engine roar so he can listen for the faintest tinkle of a busted part, a sound so delicate that no one else can hear it even though we all know the car doesn’t work. Out of the three of us in Bram’s living room, there was only one who was allowed to call himself a lazy writer, and it wasn’t Bram and it certainly wasn’t Mr. Kitty, his highly suspicious black and white cat. And yet he, with a novel under his belt and countless stories and volumes of journalism, felt just as guilty as me about not writing enough. Not working enough.
You should always be working.
You won’t be, but you should be.
Umberto Eco says that he does most of his writing while swimming. Robert Louis Stevenson claimed to work even in his sleep. I, myself, can’t sit still for a few moments on the bus without flicking on the screen of my phone and finding something to distract myself with. I once lived for a year without internet because I didn’t trust myself to get anything done if I had it in my house. If I go swimming I usually get a song stuck in my head instead of trying to figure out how I can make something happen to character A that will make character B see them in a new light. In short, I have almost no self-restraint and am quick to run off and reward myself with a cup of coffee and a biscuit if I manage to scrabble together even one measly sentence.
That’s why I need reminders.
That’s why I need to constantly remind myself:
You should be working.
Chase the Moon Magazine
My short story Two Days from the Diary of an Office Worker Struggling to Lead a Moral Life in the Twenty-First Century is featured in the first volume of Chase the Moon Magazine this month. Hard copies can be purchased through Amazon UK or Amazon US, depending on your preference, or you can receive a free random sample story from the magazine by emailing freestoryctm@gmail.com with the subject ‘free story’…
…or if you want a peak, you can just let me know.
AyeWrite! Festival: ‘The Familiar Detective’
The Familiar Detective was a one-off course that I composed and taught at the 2013 AyeWrite! Festival in Glasgow. It was based around the idea that each and every detective story relies more heavily on the accumulative knowledge learned from all detective stories up to that point in history than is common in most other genre fiction’s relations to the rest of its genre.
Readers of detective fiction are usually always “avid” readers of detective fiction, and each time they grasp a new mystery they are bringing to the task their vast knowledge of the genre. The author’s job, then, is to know his genre just a little bit better than the reader’s do, and to be able to thwart and reward their expectations in equal terms, so that the question becomes who knows the story better: The reader or the author?
Using MindNode on an overhead projector, the class and I constructed a fairly intricate flowchart of various detective figures from literature, pulps, cinema and television and then did our best to find the connecting threads between all of them; the “clichés” (for lack of a better word) that joined all of them.
We then had a discussion about what is the purpose or the sense of enjoyment in our reading of detective fiction and played around with ideas of subverting the stereotypical detective figure in order to come up with our own individual characters and settings.
Using examples from modern detective fiction we took accepted tropes, such as alcoholism, rocky love life, physical dominance, and replaced them with some other less common tropes, such as schizophrenia (Romulus Ledbetter), a happy marriage (Guido Brunetti), a deformed physique (Matthew Shardlake), gender (V.I. Warshawski) or, my favourite thwart against the strong silent type, Tourettes (Lionel Essrog).
Looking back at the course now my main concern is that I had made simply way to much assisting material for a one-off, two hour class, and had hoped to attack a subject which scope far surmounted that of our timeframe. It was an extremely enjoyable and rewarding experience, though, particularly as it included tutoring people who were extremely well versed in the subject matter but had not spent much or any time in academic institutions, and so brought me right up against some of my unrealised attempts at being ‘academic’ simply to seem clever, at the cost of a good reading experience.
I hope to teach the class again at some point in the future with a tighter scope as this subject has always fascinated me immensely. Probably because I am not a writer of detective fiction but simply a fan of detective fiction.