Málleysingjarnir kom út skömmu fyrir jól og er fyrsta bók Pedro Gunnlaugs. Bókin er merkileg en jafnframt óvenjuleg skáldsaga, kannski einkum vegna þess hve stór og framsækin hún er, þrátt fyrir að vera fyrsta útgefna verk höfundar.
TMM gefur út smásögur, frumsamið efni og þýðingar eftir íslenska höfunda og greiðir þeim fyrir efnið sem birt er, en slíkt er einkar sjaldgæft á meðal þeirra fáu bókmenntatímarita sem þrífast á íslenskum útgáfumarkaði. Ég hvet ykkur til að styrkja TMM, sem ef eitthvað er hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið, þrátt fyrir að hafa verið starfrækt nokkurn veginn samfellt síðan 1938.