Hér má finna viðtal sem Jórunn Sigurðardóttir tók við mig nýlega í þætti sínum Orð um bækur um bóksalastarfið, erlendar bækur, fantasíu skáldsögur og unga lesendur. Einstaklega gaman að eiga þetta viðtal að núna þegar ég hef hætt störfum hjá Pennanum Eymundsson og látið öðrum í hendur umsjón með minni heitt elskuðu erlendu deild í Eymundsson Austurstræti. Þátturinn var upphaflega fluttur á Rás 1 undir titlinum Orð um ljóð og sölu bóka íslenskra sem erlendra þann 22. ágúst 2016 og má hlusta á hann í heild sinni á Sarpinum á ruv.is.