Í síðustu viku mætti ég í Kiljuna til að ræða um Stol við Egil Helgason. Maður þarf að koma mörgu að á skömmum tíma í svona viðtölum en ég held að það hafi lukkast ágætlega. Takk fyrir mig.
BÓKADÓMUR UM SMÁGLÆPI Í KILJUNNI
Smáglæpir voru til umræðu í Kiljunni í gærkvöldi. Ég er bara býsna sáttur við það sem Kolbrún Bergþórs og Sigurður Valgeirsson höfðu fram að færa um bókina. Þau voru sammála um að sem fyrsta bók teljist þetta vera mjög vel gert. Sigurður minntist sérstaklega á söguna „Eiginmaðurinn og bróðir hans“ og hrósaði myndmáli hennar og sagði meðal annars:
„[Björn] sprettur fram sem mjög fær höfundur í þessari bók … Maður getur fullyrt að hann á eftir að skrifa fleiri og betri bækur.“
Kolbrún tók í sama streng og sagði meðal annars: