Viðtal við Orð um bækur um Þjófasögu

Fína og flotta fólkið hjá Partus útgáfunni tók sig til og vistaði viðtalið sem ég og Hertha María Richardt Úlfarsdóttir fórum í hjá Jórunni Sigurðardóttur í Orð um bækur í heild sinni á SoundCloud þannig að hægt væri að hlusta á það lengur en Sarpurinn á RUV.is segir til um. Takk fyrir það, Partus. VIð förum mikinn í þessu viðtali og strengjum saman myndlíkingar hingað og þangað, frá steinvölum til hafragrauts. Það var gaman að komast að því að við Hertha María deilum áherslum okkar á samvinnuna og traustið til annars fólks sem þarf að vera til staðar á bak við hverja útgefna sögu, sem og gleðina yfir bessaleyfunum sem maður getur tekið sér í fyrsta uppkasti. Mjög gaman að fá að taka þátt í umræðunni um gildi íslenskra smásagna núna þegar þær eru smám saman að finna vægi sitt í menningarlífinu í staðinn fyrir að vera eingöngu álitnar upphitun fyrir fyrstu skáldsögu höfundar.