HÖFUNDAEINTAK AF EFFE NUMERO SETTE KOMIÐ Í HÚS

Það vakti mikla lukku á heimilinu um daginn þegar höfundaeintakið mitt af sjöunda hefti ítalska bókmenntatímaritsins Effe barst í bósti, en í sögunni er að finna ítalska þýðingu smásögunnar “Þjófasaga” sem ég gaf út í Meðgöngumálaseríu Partus útgáfunnar í mars 2016. Þýðingin ber heitið “Storia di una ladra” og er eftir Francescu Ritu di Berardino en sögunni fylgdi einni falleg myndskreyting eftir Sunnu Rún Pétursdóttur. Það er augljóst að Effe er einstaklega metnaðarfullt blað hvað varðar hönnun og framsetningu hins ritaða efnis og er það mér mikill heiður að fá að vera með.

Meðgöngumál nr. 3 & 4 komið í bókabúðir

IMG_2124Meðgöngumál nr. 3 & 4, Vetrarhamur og Þjófasaga eftir Herthu Maríu og mig sjálfann, eru nú fáanlegar í Eymundsson og fleiri bókabúðum á skitnar 1.499 kr. Að sjálfsögðu stillti ég þeim upp við kassann niðri í Austurstræti svo fólk gæti gripið eintak með dönsku blöðunum sínum en ég get ekki endilega ábyrgst að aðrir bóksalar séu jafn samviskusamir í að passa að bækurnar séu það fyrsta og síðasta sem viðskiptavinurinn sér, svo endilega ekki hika við ónáða starfsfólkið ef þið sjáið ekki Partus standinn neinsstaðar. Fyrir hönd bókabúðarstarfsmanna get ég lofað að við elskum að vera ónáðuð.

Meðgöngumál nr. 3 & 4 komið út (Vetrarhamur & Þjófasaga)

12841204_1528334487468144_7254710431119128443_o (1)Kærar þakkir til allra þeirra sem sáu sér fært að mæta í gærkveldi, hlýða á upplestur og tónlist og fjárfesta í Meðgöngumáli nr. 3 og Meðgöngumáli nr. 4. Þið sem ekki komust í gærkvöldi skuluð ekki örvænta þar sem mér skilst á Valgerði hjá Partus útgáfunni að Meðgöngumál muni nú fara að finna sér leið í bókabúðir og aðrar slíkar sjoppur (með strikamerki og öllu!). Sérstakar þakkir til ritsjórnarteymisins á bak við Meðgöngumál: Elínu Eddu Pálsdóttur sem ritstýrði sögunni minni, Þjófasögu, og Brynjari Jóhannessyni og Fríðu Ísberg sem ritstýrðu Vetrarhami eftir Herthu Maríu Richardt Úlfarsdóttur. Líka vill ég þakka hönnunarteyminu hjá Partus Press og Grétu Þorkellsdóttur sem sá um umbrotið. Öll umgjörð þessarar útgáfu er svo til fyrirmyndar og alveg einstakt hvernig þeim hefur tekist að gera bækurnar að jafn fallegri vöru og eigulegum grip og þær eru en á sama tíma halda framleiðslukostnaði og verði í algeru lágmarki. Takk fyrir mig, og líka þakkir til York og Sóleyjar fyrir hetjulegar myndir af kvöldinu.

12841260_10154300548384381_3141732287710805154_o
Myndataka York Underwood
1497011_10153951502444351_5195276118397500028_n
Myndataka Sóley
12419285_1528666480768278_6597893661456708044_o
Hertha að lesa (myndataka Partus Press)
IMG_2051
0,2 cm viðbót við höfundaeintakabunkann

IMG_2046 (1) IMG_2047 IMG_2048 IMG_2050

Þjófasaga gefin út hjá Meðgöngumáli

12806125_1526280154340244_2879454409424998964_nNúna á fimmtudaginn koma út hjá Meðgöngumáli örbækurnar Vetrarhamur eftir Herthu Maríu Richardt Úlfarsdóttur og Þjófasaga eftir mig. Meðgöngumál er undirforlag Partus Press sem einbeitir sér að smásöguútgáfu, en í stað þess að gefa út smásögusöfn gefa þau út stakar smásögur í ódýru prenti, svipað og Meðgönguljóð hafa gert við ljóðasöfn. Þjófasaga var unnin í samvinnu við ritstjórann minn hjá Meðgöngumáli, Elínu Eddu Pálsdóttur. Þetta er í raun örævisaga byggð á svipuðum stílfærslum og Níu Líkamar sem var gefin út hjá Tímaritinu Stínu í vetur og þar áður hjá Valve Journal í Glasgow þar sem reynt er að ramma inn heila mannsævi í þeim brotum sem hægt er að raða saman innan í jafn takmörkuðu rými og smásagnaformið er. Það er mikill heiður fyrir mig að fá mína eigin prentútgáfu og vonast ég til að sjá sem flest ykkar á Loft Hostel á fimmtudaginn. Kvöldið hefst klukkan 20:00 og verður afsláttur á barnum fyrir þá sem fjárfesta í bókunum.