ÚTGÁFUFÖGNUÐUR Í EYMUNDSSON AUSTURSTRÆTI

Núna á fimmtudaginn var blásið til mikillar uppskeruhátíðar í Eymundsson í Austurstræti til að fagna útgáfu Smáglæpa og Pínulítillar kenopsíu. Það var boðið upp á léttar veitingar og Harpa Rún Kristjánsdóttir sá um að kynna bækurnar fyrir hönd Sæmundar, en síðan lásum við Jóhanna María upp úr bókunum okkar. Ég vill þakka öllum sem sáu sér fært að mæta, og sérstaklega vill ég þakka Jóhanni A. Kristjánssyni, tengdaföður mínum, fyrir að taka þessar skemmtilegu myndir af gleðinni.

Höfundarnir tveir með útgefanda sínum, Bjarna Harðarsyni

 

VIÐTAL Í SÍÐDEGISÚTVARPINU MEÐ JÓHÖNNU MARÍU EINARSDÓTTUR

Ég og Jóhanna María Einarsdóttir vorum í viðtali hjá Björgu Magnúsdóttur í Síðdegisútvarpinu í vikunni. Þar ræddum við um bækurnar okkar, Smáglæpi og Pínulitla kenopsíu, sem og um útgáfu á Íslandi í dag og hinn háa meðalaldur íslenskra rithöfunda sem gerir það að verkum að nýir höfundar komast upp með að vera kallaðir “ungir” fram yfir þrítugt, svo eitthvað sé nefnt.