BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 2021

Ég mætti í fyrsta sinn á Bókmenntahátíðina í Reykjavík árið 2003 til að sjá Haruki Murakami, man að ég bombaði niður Bankastrætið á hjólabrettinu mínu með eintakið mitt af Wind-up Bird Chronicle klemmt í handarkrikann. Ég þekkti engan þarna og hefði örugglega aldrei mætt nema af því að bókmenntahátíðin er öllum opin og það er frítt inn. Þannig gat ég bara valsað inn í Iðnó í hettupeysunni minni og fengið áritun í bókina mína þegar Murakami var búinn að lesa.

Það er ótrúlega mikilvægt fyrir framtíð bókmennta að búa til staði þar sem fólk sem langar að skrifa getur gengið að og hitt fólk sem er að skrifa. Bókmenntahátíðin er þannig staður.

Image

BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK – AÐ SKRIFA SIG FRÁ SORG OG MISSI

Nýverið stýrði ég pallborðsumræðum á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík í þriðja sinn. Í ár ræddi ég við Patrik Snensson, höfund Álabókarinnar, sem nýlega kom út hjá Benedikt í þýðingu Þórdísar Gísladóttur, og Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur um ljóðabókina sína Þagnarbindindi, sem vann ljóðaverðlaunin Maístjörnuna fyrir árið 2021. Yfirskrift samtalsins var Að skrifa sig frá sorg og missi, eitthvað sem við Halla og Patrek öll þekkjum vel, eins og sjá má á verkum okkar.

Hægt er að horfa á umræðurnar í heild sinni hérna: https://vimeo.com/600148800

May be an image of einn eða fleiri og innanhúss

REYKJAVÍK INTERNATIONAL LITERARY FESTIVAL – WRITING THROUGH GRIEF AND LOSS

I directed a panel at the Reykjavík International Literary Feastival for the third time this year. I spoke with Patrik Svensson, author of the surprise international bestseller The Gospel of Eels, and poet and playwright Halla Þórlaug Óskarsdóttir, author of Þagnarbindindi (The Quiet Game), which won the Icelandic poetry prize Maístjarnan for 2021. The panel was on the subject of writing through grief and loss, something that the three of us are all too familiar with, as can be seen in our recent works.

The discussion took place in English and is available here: https://vimeo.com/600148800

May be an image of einn eða fleiri og innanhúss