“I love it when you’re writing and you feel like you’ve hit this territory where there’s no one else around. It’s like being on a prairie. You think: Who else is writing this stuff? No one! There’s open skies and the horizon ahead of you and you’re thinking: I could just run for that horizon and write brand new stuff out there!”
Þessi orð lætur Russell T Davies falla í viðtalinu hér að neðan þegar hann er spurður út í stöðu sína sem höfundur sem skrifar nánast eingöngu um samkynhneigð og samkynhneygt fólk. Hann er maðurinn á bak við sjónvarpsþættina Cucumber, Queer as Folk og endurvakninguna á hinum klassísku Dr. Who þáttum sem átti sér stað árið 2005, m.a.
Mér finnst orð hans gott svar við áhyggjum sumra um að það sé of mikil áhersla lögð á fjölmenningu og minnihlutahópa í poppkúltúr nútímans. Þau segja samt einnig svo mikið um þennan drifkraft sem liggur á bak við hverskyns skáldskap sem brýtur blað og kemur með eitthvað alveg nýtt –hvort sem það er í “fagurbókmenntum” og ljóðlist eða í vísindaskáldskap og reyfurum.
Það er fátt meira spennandi fyrir rithöfund en að ramba allt í einu á hugmynd, karakter eða vettvang og fatta: “Nei, andskotin! Eru að djóka!? Það er enginn annar að skrifa um þetta!!”